Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Geldingaholt

Geldingaholt er bær og fyrrum kirkjustaður í Seyluhreppi í Skagafirði. Bærinn stendur á hæð austan í Langholti. Sóknin var aflögð 1768 og sameinuð Glaumbæjarsókn. Sturlunga segir frá bardaga í Geldingaholti árið 1255, þar sem Hrafn Oddsson og Eyjólfur Þorsteinsson gerðu aðför að Oddi Þórarinssyni, sem fór með völd í Skagafirði fyrir hönd Þórðar Sighvatssonar kakala. Oddur varðist vel, en lét þó líf sitt þar.

Séra Gunnlaugur Oddsson (1765-1835), dómkirkjuprestur, fæddist þar. Hann gaf út fjölda bóka til alþýðufræðslu. Brynleifur Tóbíasson (1890-1958), bindindisfrömuður og kennari fæddist þar líka og ólst upp. Hann var einnig mjög ritfær og gaf út fjölda rita.

Myndasafn

Í grennd

Geldingaholtsbardagi og Seylukirkja
Geldingaholt er gamalt höfuðból og eitt af stórbýlum héraðsins í margar aldir og kemur víða við sögu á Sturlungaöldinni, þegar valdabaráttan stóð sem …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )