Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Austurdalur-Merkigil-Nýibær-Ábær

austurdalur

Merkigil á sér merkilega sögu, einkum í tengslum við kjarnakonuna Móníku Helgadóttur. Guðmundur  Hagalín skrifaði heila bók um hana: „Konan í dalnum og dæturnar sjö”.

Monika S. Helgadóttir (1901-1988) var fædd á Ánastöðum í Svartárdal, dóttir Helga Björnssonar og Margrétar Sigurðardóttur. Hún settist að á Merkigili í Austurdal í Skagafirði ásamt manni sínum Jóhannesi Bjarnasyni frá Þorsteinsstöðum árið 1932. Jóhannes.

Nýibær er eyðibýli, u.þ.b. 7 km sunnan Ábæjar. Þarna bjó Hjálmar Jónsson, skáld, á árunum 1824-1829. Hann hraktist þaðan fyrir illvilja nágranna sinna og settist þá að á Bólu. Bærinn var í byggð til 1880, en síðan hefur land hans spillzt af vatni og vindum.

Ábær er eyðibýli og fyrrum kirkjustaður austan Austari-Jökulsár.  Bærinn fór í eyði árið 1941.Landnámsmaðurinn í Austurdal, Önundur víss, er talinn hafa búið að Ábæ. Draugurinn Ábæjarskotta er kunn úr íslenzkum þjóðsögum. Hún gerði mörgum skráveifur, aðallega í innanverðum Skagafirði. Hún er sögð hafa drepið búsmala, hrætt fólk og jafnvel orðið einhverjum að bana. Henni var spyrt saman við Þorgeirsbola og látin ferðast á húð hans.

Myndasafn

Í grennd

Austurdalur í Skagafirði
Austurdalur í Skagafirði er næstum 50 km langur. Hann nær frá ármótum Austari- og Vestari Jökulsáa,  sem Héraðsvötn myndast. Austurdalur er þröngur og…
Goðdalakirkja
Goðdalakirkja er í Mælifellsprestakalli í Skagafjarðarprófastadæmi. Goðdalir eru bær, kirkjustaður og  í neðanverðum Vesturdal. Þar var kirkja helguð …
Varmahlíð, Skagafjörður
Þegar ekið er niður þjóðveg 1 til austurs um Stóra-Vatnsskarð er komið í Varmahlíð í hlíðum Reykjarhóls. Þar er upplýsingaþjónusta fyrir ferðamenn. Ja…
Vesturdalur
Vesturdalur í Skagafirði er í miðju þriggja dala suður úr Skagafirði. Hann er búsældarlegur nyrzt með góðu undirlendi og hálsum og sunnar er hann hlíð…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )