Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Hraunþúfuklaustur

Hraunþúfuklaustur er rústir innst inni í Vesturdal í Skagafirði, við ármót Runukvíslar og Hraunþúfuár,   sem eru upptök Hofsár. Rústirnar eru u.þ.b. 80 km frá sjó í loftlínu, en aðeins 20 km norðan Hofsjökuls í u.þ.b. 410 m.y.s.

Ýmsar sagnir segja frá munkaklaustri á staðnum, aðrar frá nunnuklaustri. Papar eru einnig kenndir við staðinn. Þá er sagt, að þar hafi fundist kirkjuklukka með áletrun á latínu, sem var flutt til Goðdala. Einnig er til saga um mikinn fjársjóð á þessum stað.

Árið 1897 skoðaði Daníel Bruun rústirnar og teiknaði þær (Fortidsminder og nutidshjem på Island). Uppgröftur árið 1970 leiddi í ljós, að byggð hafði eyðzt fyrir Heklugosið 1104. Þremur árum seinna gróf Þór Magnússon, þjóðminjavörður, þarna og fann velvarðveitt eldstæði líkt fornu langeldunum. Kristján Eldjárn tók allar heimildir saman og komst að þeirri niðurstöðu, að þarna hefði ekki verið klaustur, heldur væri nafnið líklegast dregið af landslaginu (þröngur dalur). Þarna var líklega afskekktur bær eða gangnamannakofi.

Myndasafn

Í grennd

Austurdalur-Merkigil-Nýibær-Ábær
Merkigil á sér merkilega sögu, einkum í tengslum við kjarnakonuna Móníku Helgadóttur. Guðmundur  Hagalín skrifaði heila bók um hana: „Konan í dalnum o…
Hofsós
Hofsós er lítið og vinalegt þorp við austanverðan Skagafjörð, tiltölulega stutt frá Sauðárkróki. Hofsós á að baki 400 ára sögu verslunar og viðskipta …
Hólar í Hjaltadal
Skólasetur og kirkjustaður í Hjaltadal. Um 1100 átti Illugi Bjarnason prestur jörðina. Þá var ákveðið, að  biskupsstóll skyldi settur á Norðurlandi, e…
Klaustur á Íslandi
Heimildir um einsetulifnað á Íslandi fyrir kristnitökuna árið 1000 og áður en klaustur voru stofnuð, eru til. Meðal þeirra er frásögn af Ásólfi Konáls…
Sögustaðir Norðurland
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Ábæjarkirkja Aðaldalur Akureyrarflugvöllur Akureyri Innbærinn Árbæjarkirkja Skaga…
Varmahlíð, Skagafjörður
Þegar ekið er niður þjóðveg 1 til austurs um Stóra-Vatnsskarð er komið í Varmahlíð í hlíðum Reykjarhóls. Þar er upplýsingaþjónusta fyrir ferðamenn. Ja…
Vesturdalur
Vesturdalur í Skagafirði er í miðju þriggja dala suður úr Skagafirði. Hann er búsældarlegur nyrzt með góðu undirlendi og hálsum og sunnar er hann hlíð…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )