Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Reynistaður

reynisstadur

Reynistaður er bær og kirkjustaður u.þ.b. 10 km sunnan Sauðárkróks utan Langsholts við Staðará  (Sæmundará). Þar hét áður Staður á Reynisnesi. Þar var og er stórbýli og fyrrum jarlssetur (Gissur Þorvaldsson). Eftir lát Kolbeins unga varð Brandur Kolbeinsson (1211-1246) goði. Þórður kakali lét drepa hann eftir bardagann í Haugsnesi og var þá lokið veldi Ásbirninga.

Nunnuklaustrið var stofnað að Reynistað árið 1295 og það stóð til 1552. Það var vellauðugt og átti m.a. 50 jarðir. Eftir siðaskiptin sátu þar tíðum sýslumenn og umboðsmenn klausturjarða. Eggert Gunnlaugsson Briem (1811-1894) var síðasti sýslumaðurinn, sem sat þar.

Alþingismaðurinn Jón Sigurðsson (1888-1972) fæddist og bjó þar lengi.

Kunn er sagan um Reynistaðarbræður.

Kirkjan að Reynistað er timburhús. Þar er predikunarstóllinn fyrir framan altarið, líkt og í öðrum fimm kirkjum hérlendis. Hún er útkirkja frá Glaumbæ síðan 1960 en sókninni var þjónað frá Sauðárkróki áður. Nú er hún sjálfstætt prestakall, Reynistaðarklausturþing.

Bæjardyraportið er með stafverksgrind af þeirri gerð sem víða tíðkaðist hér á landi á 18. öld þegar áhrifa bindingsverks var tekið að gæta. Öll smíði ber þess vitni að vel hafi verið til hússins vandað í sinni tíð og eru margir viðanna prýddir strikum.

Gömlu bæjarhúsin á Reynistað voru tekin niður skömmu eftir 1935 en þessu húsi var leyft að standa áfram. Um 1960 var það flutt til og byggð utan um það steinsteypt skemma. Í henni var portið fram til 1999 en þá voru viðirnir teknir niður og lagfærðir. Bæjardyraportið var síðan reist skammt frá upphaflegum stað og að því hlaðnir torfveggir og torf sett á þakið.

Framkvæmdir síðustu ára hafa notið mikils tilstyrks Byggðasafns Skagfirðinga og menntamálaráðuneytis. Húsið hefur verið í vörslu Þjóðminjasafns Íslands frá árinu 1999.
Mynd: Þjóðminjasafn

Myndasafn

Í grend

Ferðavísir, ferðast og fræðast
Skipulag ferðar Ein leið við að skipuleggja ferðalag um landið okkar er að velja þann landshluta sem fyrst skal heimsækja. Þaðan er síðan hægt að …
Húseyjarkvísl
Húseyjarkvíslin er fyrsta áin, sem ekið er yfir rétt fyrir neðan Varmahlíð á leiðinni til Akureyrar. Hún er miðlungsstór og þar eru leyfðar þrjár sten…
Klaustur á Íslandi
Heimildir um einsetulifnað á Íslandi fyrir kristnitökuna árið 1000 og áður en klaustur voru stofnuð, eru til. Meðal þeirra er frásögn af Ásólfi Konáls…
Sauðárkrókur
Sauðárkrókur er kaupstaður innst í Skagafirði vestanverðum. Þar er blómleg útgerð og fiskvinnsla og öflug þjónusta við nágrannasveitir. Ferðaþjónusta …
Sögustaðir Norðurland
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Ábæjarkirkja Aðaldalur Akureyrarflugvöllur Akureyri Innbærinn Árbæjarkirkja Skaga…
Varmahlíð
Þegar ekið er niður þjóðveg 1 til austurs um Stóra-Vatnsskarð er komið í Varmahlíð í hlíðum Reykjarhóls. Þar er upplýsingaþjónusta fyrir ferðamenn. Ja…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )