Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Hvolsvöllur, Ferðast of fræðast

Hvolsvöllur

Ferðavísir:
13 km Hella <Hvolsvöllur> Skógar 48 km, Þórsmörk 51 km

Hvolsvöllur á Suðurlandi

Hvolsvöllur er kauptún í austanverðri Rangárvallasýslu, sem fór að byggjast á fjórða áratugi 20. aldar, þegar brýr voru komnar á flestar ár í grenndinni. Atvinnulíf byggist á þjónustu við landbúnaðinn og nú á seinni árum í auknum mæli við ferðamenn. Á Hvolsvelli rekur Sláturfélag Suðurlands langstærstu kjötiðnaðarstöð landsins og er einn af burðarásum atvinnlífsins þar. Rangæingar segjast vera á „Njáluslóð” og hefur Sögusetrið á Hvolsvelli komið upp stórmerkri sýningu um Njálssögu og víkingaöld. Boðinar eru ferðir um Njáluslóðir, í Þórsmörk og til fleiri staða í Rangárþingi með stórkostlega náttúrufegurð.

Rangárnar eru með fengsælustu laxveiðiám landsins og það má þakka ræktun þeirra um árabil. Hafin er sams konar ræktum í Þverá, sem virðist ætla að skila sama árangri. Meðal annarra góðra veiðistaða eru Affall, veiðitjörn við Smáratún og sleppitjörn í Hellishólum. Góð aðstaða er fyrir ferðamenn á Hvolsvelli og annars staðar í Rangárþingi eystra, hvort sem er gisting í sumarbústöðum, á hótelum, tjaldsvæði eða góðar veitingar. Meðal áhugaverðra staða í nágrenninu eru Keldur og aðrir sögustaðir Njálu, Hallgeirsey, Seljalandsfoss, manngerðir hellar, Hekla, Tindfjöll, Oddi, Þingskálar og Gunnarsholt. Sjá nánar áhugaverðir staði og afþreyingu.

Rútuáælun í Þórsmörk
og Skógar

Vegalengdin frá Reykjavík er um 105 km.

Myndasafn

Í grennd

Ásólfsskáli
Ásólfsskáli er bær og kirkjustaður undir Vestur-Eyjafjöllum. Landnámabók segir frá írskum, kristnum manni, Ásólfi alskik að nafni. Hann kom og reisti …
Bergþórshvoll
Bergþórshvoll er prestsetur og bær í Vestur-Landeyjum. Kirkjurnar í Akurey og á Krossi tilheyra prestakallinu. Bergþórshvoll stendur á lágri hæð eins …
Einhyrningur
Einhyrningur (750m) er milli Tindfjalla og brúarinnar yfir Markarfljót á Emstruleið. Eins og nafnið   bendir til er hann hyrndur og brattur en þó geng…
Emstrur
Emstrur eru gróðurlítið afréttarland Hvolhrepps í Rangárvallasýslu. Þetta svæði er norðvestan   Mýrdalsjökuls og þar eru nokkur stök fjöll og fell, br…
Eyvindarmúli
Eyvindarmúli er fyrrum kirkjustaður í Fljótshlíð. Nafnið er komið frá Eyvindi Baugssyni, sem   Landnáma   segir hafa búið þar fyrstur. Kirkjan þar var…
Fjallabak nyðra Landmannaleið
Skaftfellingar nefna þessa leið Fjallabaksveg og telja það eldra og réttara. Hún liggur á milli Landsveitar og Skaftártungu norðan Heklu og Torfajökul…
Fjallabak Syðra Miðvegur
Þessi leið tengir Rangárvelli og Skaftártungu. Hún hefst við Keldur á Rangárvöllum, sé ekið til austurs. Þaðan er haldið upp með Eystri-Rangá um Laufa…
Gljúfurárfoss
Gljúfurárfoss er lítill foss norður af Seljalandsfossi. Fossinn er að hluta í hvarfi við klett, en gönguslóði með tré stiga að hluta, gerir göngufólki…
Gunnarsholt
Gunnarsholt heitir eftir Gunnari Baugssyni, afa Gunnars á Hlíðarenda, sem þar bjó samkvæmt Landnámabók. Bærinn, sem var áður stórbýli, stendur við jað…
Hlíðarendi
Hlíðarendi er bær og kirkjustaður í Fljótshlíð. Katólskar kirkjur þar voru helgaðar Þórláki biskupi.   Sóknin var flutt til Teigs árið 1802 og kirkjan…
Keldur
Keldur eru stórbýli og kirkjustaður á Rangárvöllum. Þær voru í Keldnaþingum, sem voru aflögð 1880 og  samtímis var sóknin færð að Odda. Katólskar kirk…
Kirkjur á hringveginum
Kirkjur á Hringveginum á 6 Dögum Fyrstu árin eftir að hringvegurinn var opnaður (1974) kepptist fólk um að setja hraðamet eða aka aftur á bak allan h…
Markarfljót
Markarfljót á meginupptök sín í Mýrdalsjökli en einnig úr Eyjafjallajökli og fönnum Hrafntinnuskers. Áin er u.þ.b. 100 km löng og vatnasviðið nálægt 1…
Oddakirkja
Oddakirkja er í Oddaprestakalli í Rangárvallaprófastsdæmi. Oddi hefur verið kirkjustaður frá upphafi . kirkjan var byggð fyrir ábendingu loftsýnar. Me…
Oddi
Oddi var eitt mesta lærdóms- og höfðingjasetur landsins að fornu. Prestsetrið stendur neðst í tungunni   milli Rangánna, rétt hjá mótum Eystri-Rangár …
Paradísarhellir
Stóra-Borg er undir Austur-Eyjafjöllum. Þar var kirkjustaður og stórbýli fyrrum austan Bakkakotsár.  var   kirkja til ársins 1699. Um aldamótin 1200 h…
Rangárkuml
Fornmannakumlanna, 2½ km austan Keldna á Rangárvöllum, var fyrst getið í upphafi 19. aldar. Þau eru   báðum megin núverandi leiðar um Miðveg. Margir m…
Sámstaðir
Sámstaðir eru þrír bæir í Fljótshlíð (Vestur-, Mið- og Austur-). Árið 1927 keypti Búnaðarfélag Íslands  þessi býli og nýtti þau til tilrauna í jarðræk…
Seljalandsfoss
Seljalandsfoss er u.þ.b. 60 m hár og tiltölulega auðvelt er að ganga allan hringinn í kringum hann, þótt oftast sé sleipt að fara á bak við hann. H…
Seljalandshellar
Hellir í stórum kletti bakvið gamla bæjarstæðið að Seljalandi er í röð merkra þjóðminja. Hann er alsettur krossmörkum og alls konar ristum, allt frá m…
Söguferð á eigin vegum
Á eigin vegum  Söguferð á eigin vegum um HRINGVEGINN á 7 dögum (eða þar um bil) Fyrstu árin eftir að hringvegurinn var opnaður (1974) kepptist fólk …
Sögustaðir Suðurland
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Álfaskeið Álftaver Almenningar Alviðra Arnarbæli Áshildarmýri Ásólf…
Stokkalækur
Náttúrufegurð er mikil á Stokkalæk. Lækurinn, sem bærinn dregur nafn sitt af, rennur í afar fögru gili,   þar sem náttúrulegir hraunfossar gleðja auga…
Stóra-Hof, við Eystri-Rangá
Stóra-Hof við Eystri-Ranga á Rangárvöllum var og er stórbú. Ketill hængur Þorkelsson nam lönd á milli Þjórsár og Markarfljóts og deildi því síðar með…
Suðurland, ferðast og fræðast
Mörk þessa svæðis eru hér dregin frá Hveragerði til Hafnar í Hornafirði. Suðurland er bæði fjöl- og strjálbýlt. Milli Hafnar og Markarfljóts er l…
Tjaldstæðið Hvolsvöllur
Tjaldsvæði á Hvolsvelli Góð aðstaða er fyrir ferðamenn á Hvolsvelli og annars staðar í Rangárþingi eystra, hvort sem er gisting í sumarbústöðum, á hó…
Þingskálar, Rangarvöllum
Þingskálar eru forn þingstaður á Rangárvöllum, austan Ytri-Rangár. Þar sjást enn þá gamlar búðatóttir,   s.s. Njálsbúð, Gunnarsbúð og Marðarbúð. Alls …
Þórólfsfell
Þórólfsfell (574m) er austan byggðar í Fljótshlíð. Landnámabók segir frá landnámi Þórólfs Askssonar vestan Fljóts milli tveggja Deildaráa og að systu…
Þórsmörk
Þórsmörk er ein af fegurstu náttúruperlum landsins, umlukin fögrum fjöllum, jöklum og jökulám. Hér með sanni segja að sjón sé sögu ríkari, því til að …
Þríhyrningur
Fjallið Þríhyrningur gnæfir yfir Fljótshlíðina og Landeyjar. Útsýnið af fjallinu er stórfenglegt. Allt  liggur fyrir fótum manns, allt frá Seljalands…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )