Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Þríhyrningur

Fjallið Þríhyrningur gnæfir yfir Fljótshlíðina og Landeyjar. Útsýnið af fjallinu er stórfenglegt. Allt  liggur fyrir fótum manns, allt frá Seljalandsfossi að Ingólfsfjalli.

Sagan segir að sættir fóru út um þúfur á Alþingi eftir víg Höskuldar hvítanesgoða og því ekkert til ráða nema hefndir. Flosi Þórðarson á Svínafelli, sem sá um málið fyrir hönd ekkjunnar og bróðurdóttur sinnar Hildigunnar Starkaðardóttur, stefndi fylgismönnum sínum þangað þegar tæpar átta vikur voru til vetrar. Brennumenn hittust við Þríhyrningshálsa þar sem þeir leyndust þar til þeir fóru að Bergþórshvoli. Eftir brunann á Bergþórshvoli héldu brennumenn upp á Þríhyrning í Flosalág, þar sem þeir dvöldu þar til þeir sáu að þeim stóð ekki lengur hætta af eftirleitarmönnum.

Myndasafn

Í grennd

Fjallabak Syðra Miðvegur
Þessi leið tengir Rangárvelli og Skaftártungu. Hún hefst við Keldur á Rangárvöllum, sé ekið til austurs. Þaðan er haldið upp með Eystri-Rangá um Laufa…
Hvolsvöllur
Hvolsvöllur á Suðurlandi Hvolsvöllur er kauptún í austanverðri Rangárvallasýslu, sem fór að byggjast á fjórða áratugi 20. aldar, þegar brýr voru komn…
Sögustaðir Suðurland
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Álfaskeið Álftaver Almenningar Alviðra Arnarbæli Áshildarmýri Ásólf…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )