Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Seljalandsfoss

Seljalandsfoss
Mynd: Cassie Boca

Seljalandsfoss er u.þ.b. 60 m hár og tiltölulega auðvelt er að ganga allan hringinn í kringum hann, þótt oftast sé sleipt að fara á bak við hann.

Hinn 15. janúar 1967 mældist dagsúrkoman 101 millimetrar í Skógum. Þá urðu miklir vatnavextir í ám og Seljalandsfoss ófríkkaði talsvert, þegar skarð kom í fossbrúnina.

Norðan Seljalandsfoss er eyðibýlið Hamragarðar. Síðasti bóndinn þar, Erlendur Guðjónsson (1890-1969) gaf Skógrækt Rangæinga jörðina árið 1962 og þar hófust framkvæmdir tveimur árum síðar. Það og Rangæingafélagið í Reykjavík keyptu bæjarhúsin og reka þar sumardvalarstað. Norðan bæjar er einhver fallegasti foss landsins, Gljúfurárfoss, í Gljúfurá (Norðurá). Sumir nefna þennan foss Gljúfrabúa, sem er rangnefni.

Myndasafn

Í grend

Gljúfurárfoss
Gljúfurárfoss er lítill foss norður af Seljalandsfossi. Fossinn er að hluta í hvarfi við klett, en gönguslóði með tré stiga að hluta, ger ...
Hæstu fossar í metrum
Hæstu fossar Íslands mældir í metrum.Glymur  190Hengifoss  128Háifoss  122Seljalandsfoss  65Skógafoss  62Dettifoss  44Gullfoss  32Hrauney ...
Skógar
Austustu bæir undir Eyjafjöllum eru Eystri- og Ytri-Skógar. Þar hóf héraðsskóli Rangæinga og Vestur-Skaftfellinga starfsemi 1949. Þar er sun ...
Undir Eyjafjöllum
Eyjafjöll eru meðal hærri fjalla landsins (1666m) og nafngjafi þeirra er Vestmannaeyjar skammt undan ströndinni. Þessi fjallgarður vestur úr f ...

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )