Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Nauthúsagil

Nauthúsagil undir Eyjafjöllum

Talið er að Nauthúsagil dragi nafn sitt af því að þar hafi verið upphaflega nauthús frá Stóru-Mörk, en áður fyrr var nautum beitt eins og öðrum gjeldfénaði. Síðar var hjáleigan Nauthús reist en hún lagðist í eyði um árið 1770.

Nauthúsagil er einna þekktast fyrir reyniviðarhríslu sem vex á gilbarminum en stofnar hennar eru margir og hallast fram yfir gilið, sumir næstum láréttir. Hún er mjög tilkomumikil og fögur, sér í lagi þegar hún er í fullum blóma. Skammt frá hríslurótunum var lengi fjárból sem reynihríslan hefur fengið áburð frá. Sagan segir að í hríslunni sé helgur viður og þótti boða ólukku að skerða hana. Ekki er nákvæmlega vitað um aldur hríslunnar en árið 1937 brotnaði meginstofn hennar og var stofninn og stærstu greinar bútaðar niður og fluttar til byggða á átta hestvögnum. Bútur úr stofninum er varðveittur á Byggðasafninu í Skógum til vitnis um gildleika stofnsins en við aldursgreiningu reyndist tréð hafa verið eldra en 90 ára þegar það brotnaði.

Gilið er þröngt og djúpt en hægt er að ganga þar inn með ánni nokkurn veginn þurrum fótum. Gengið er inn eftir gilinu þar til komið er að 2-3 metra háum fossi, en við hliðina á honum er möguleiki á að klifra upp bergið og halda lengra að enn hærri fossi sem er mjög tilkomumikill. Einnig er hægt að ganga upp með gilinu á gilbrúninni vestan megin þar sem sést vel yfir gilið og þriðja fossinn í röðinni, mjög formfagran. Þaðan blasir við fallegt útsýni yfir Markarfljótsaura, Stóra-Dímon og Fljótshlíð.

Jarðfræði

Nauthúsagil er grafið inn í móberg neðst en að ofan er kubbaberg. Efst í brúninni hangir svo hlýindaskeiðs hraun. Þessi samsetning jarðlaga heldur áfram inn eftir Merkurnesi og inn fyrir Innra-Akstaðagil. Mikið rof hefur orðið á þessu svæði af völdum vatns og vinda og móbergið því
mikið skorið í gil og skorninga. Þar sem kubba- og bólstrabergið er ráðandi er fyrirstaða við rofi meiri og hafa mótast þar ýmsar kynjamyndir.

Heimild: Geopark

Myndasafn

Í grennd

Eyjafjallajökull
Eyjafjallajökull, virkar gosstöðvar Eyjafjöll eru meðal hærri fjalla landsins (1666m) og nafngjafi þeirra er Vestmannaeyjar skammt undan ströndinni. …
Friðland að Fjallabaki
Friðland að Fjallabaki Þetta friðland var stofnað 1979. Það nær yfir 47 km² lands og er ofar 500 m hæð yfir sjó. Svæðið er fjöllótt og eldvirkt og þa…
Seljalandsfoss
Seljalandsfoss er u.þ.b. 60 m hár og tiltölulega auðvelt er að ganga allan hringinn í kringum hann, þótt oftast sé sleipt að fara á bak við hann. H…
Skógar
Austustu bæir undir Eyjafjöllum eru Eystri- og Ytri-Skógar. Þar hóf héraðsskóli Rangæinga og Vestur-Skaftfellinga starfsemi 1949. Þar er sundhöll og s…
Undir Eyjafjöllum
Eyjafjöll eru meðal hærri fjalla landsins (1666m) og nafngjafi þeirra er Vestmannaeyjar skammt undan ströndinni. Þessi fjallgarður vestur úr fjallendi…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )