Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Þingskálar, Rangarvöllum

Þingskálar

Þingskálar eru forn þingstaður á Rangárvöllum, austan Ytri-Rangár. Þar sjást enn þá gamlar búðatóttir,   s.s. Njálsbúð, Gunnarsbúð og Marðarbúð. Alls eru þær taldar vera u.þ.b. 37 og friðlýstar.

Austan Þingskálabæjar er Þinghóll og á hlaðinu er stór steinn, sem er talinn hafa verið notaður við aftökur misindismanna. Hann er ýmist kallaður Blótsteinn eða Höggsteinn. Í jarðskjálftunum miklu 1896 hrundi bærinn og sex manns grófust undir rústunum. Bóndinn komst einn út úr þeim og hljóp berfættur til næsta bæjar til að sækja hjálp. Allir komust lífs af. Jarðskjálftarnir skildu eftir miklar sprungur í landi Þingskála.

 

Myndasafn

Í grennd

Hvolsvöllur
Hvolsvöllur á Suðurlandi Hvolsvöllur er kauptún í austanverðri Rangárvallasýslu, sem fór að byggjast á fjórða áratugi 20. aldar, þegar brýr voru komn…
Sögustaðir Suðurland
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Álfaskeið Álftaver Almenningar Alviðra Arnarbæli Áshildarmýri Ásólf…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )