Hvolsvöllur á Suðurlandi
Hvolsvöllur er kauptún í austanverðri Rangárvallasýslu, sem fór að byggjast á fjórða áratugi 20. aldar, þegar brýr voru komnar á flestar ár í grenndinni. Atvinnulíf byggist á þjónustu við landbúnaðinn og nú á seinni árum í auknum mæli við ferðamenn. Á Hvolsvelli rekur Sláturfélag Suðurlands langstærstu kjötiðnaðarstöð landsins og er einn af burðarásum atvinnlífsins þar. Rangæingar segjast vera á „Njáluslóð” og hefur Sögusetrið á Hvolsvelli komið upp stórmerkri sýningu um Njálssögu og víkingaöld. Boðinar eru ferðir um Njáluslóðir, í Þórsmörk og til fleiri staða í Rangárþingi með stórkostlega náttúrufegurð.
Rangárnar eru með fengsælustu laxveiðiám landsins og það má þakka ræktun þeirra um árabil. Hafin er sams konar ræktum í Þverá, sem virðist ætla að skila sama árangri. Meðal annarra góðra veiðistaða eru Affall, veiðitjörn við Smáratún og sleppitjörn í Hellishólum. Góð aðstaða er fyrir ferðamenn á Hvolsvelli og annars staðar í Rangárþingi eystra, hvort sem er gisting í sumarbústöðum, á hótelum, tjaldsvæði eða góðar veitingar. Meðal áhugaverðra staða í nágrenninu eru Keldur og aðrir sögustaðir Njálu, Hallgeirsey, Seljalandsfoss, manngerðir hellar, Hekla, Tindfjöll, Oddi, Þingskálar og Gunnarsholt. Sjá nánar áhugaverðir staði og afþreyingu.
Rútuáælun í Þórsmörk
og Skógar
Vegalengdin frá Reykjavík er um 105 km.