Þjóðgarðurinn í Skaftafelli (1967, stækkaður 1984 og stækkaður enn 2004) og nágrenni geymir mestu náttúruperlur Íslands. Íslenskir og erlendir ferðalangar sækja mjög í Skaftafell að sumri til, enda er náttúrufegurð einstök sem og veðurblíðan. Í Þjóðgarðinum eru engir akvegir nema heimreið að bæjum.
Í þjónustumiðstöðinni er verzlunarhola með ýmsum nauðsynjum og borðum og stólum. Ýmiss fróðleikur og sýningaraðstaða er í gestastofu.
Heildarflatarmál þjóðgarðsins eftir stækkunina í nóvember 2004 er 4807 ferkílómetrar. Eftir þessa breytingu nær hann einnig yfir Lakasvæðið.
Við tjaldsvæðið eru bílastæði en þaðan liggja merktar gönguleiðir um þjóðgarðinn. Á staðnum bjóða landverðir upp á fjölbreyttar gönguferðir, sem auglýstar eru í þjónustumiðstðinni. Má þar nefna Giljaleið að Svartafossi, sem tekur um 2 klst., og gönguleið á Sjónarsker eða að rótum Skaftafellsjökul. Af lengri leiðum má nefna gönguleið á Kristínartinda, að upptökum Skeiðarár um Bæjarstaðarskóg.
Eftir stofnun þjóðgarðsins Vatnajökuls hinn 7. júní 2008 var gestastofan í Skaftafelli tileinkuð öllum þjóðgarðinum. Gestastofa Þjóðgarðsins er líka á Kirkjubæjarklaustri.
Vegalengdin frá Reykjavík er um 320 km.