Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Tjaldstæðið Skaftafell

Vatnajökull

Við tjaldsvæðið eru bílastæði en þaðan liggja merktar gönguleiðir um þjóðgarðinn. Á staðnum bjóða landverðir upp á fjölbreyttar gönguferðir, sem auglýstar eru í þjónustumiðstðinni. Má þar nefna Giljaleið að Svartafossi, sem tekur um 2 klst., og gönguleið á Sjónarsker eða að rótum Skaftafellsjökul. Af lengri leiðum má nefna gönguleið á Kristínartinda, að upptökum Skeiðarár um Bæjarstaðarskóg.

Þjóðgarðurinn í Skaftafelli var stofnaður 1967 en síðan 2008 hefur Skaftafell verið hluti af Vatnajökulsþjóðgarði. Í Skaftafelli er að finna margar og fjölbreyttar gönguleiðir við allra hæfi.

Þjónusta í boði:
Aðgengi fyrir hjólastóla
Losun skolptanka
Salerni
Heitt vatn
Sturta
Gönguleiðir
Aðgangur að neti
Þvottavél
Barnaleikvöllur
Kalt vatn
Hundar leyfðir
Rafmagn

Myndasafn

Í grennd

Ferðavísir, ferðast og fræðast
Skipulag ferðar Ein leið við að skipuleggja ferðalag um landið okkar er að velja þann landshluta sem fyrst skal heimsækja. Þaðan er síðan hægt að …
Þjóðgarðurinn í Skaftafelli
Þjóðgarðurinn í Skaftafelli (1967, stækkaður 1984 og stækkaður enn 2004) og nágrenni geymir mestu náttúruperlur Íslands. Íslenskir og erlendir ferðal…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )