Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Kvíá

Kvíá er stutt og straumhörð jökulsá undan mjórri tungu Kvíárjökuls í Öræfajökli suðaustanverðum milli  Fagurhólsmýrar og Hnappavalla. Hún var fyrsta vatnsfallið, sem var brúað í Öræfum (1945; 1974). Jökullinn steypist niður í stutt en mjög djúpt gljúfur (600m) á milli Staðarfjalls (1207m) og Vatnafjalla (955m). Hamrar gljúfursins eru litríkir báðum megin (ríólít).

Þessi jökultunga hefur verið mun meiri vöxtum fyrir 2500 árum, þegar svonefndur fimbulvetrur ríkti, og ýtt upp gríðarstórum jökulöldum beggja vegna. Á 19. öld fyllti jökullinn upp gapið milli þeirra á ný en hefur hopað mjög síðan.

Vestari jökulaldan er kölluð Kvíármýrarkambur en hin eystri Kambsmýrarkambur.

Myndasafn

Í grennd

Borgarhöfn
Borgarhöfn er þyrping nokkurra bæja í Suðursveit. Bændur þar stunduðu allmikla sjósókn á árum áður   og sagnir segja frá Norðlendingum, sem komu suður…
Fagurhólsmýri
Fagurhólsmýri er bær í Öræfum. Það er fallegt til allra átta frá staðnum og neðan klettanna er flugvöllur   sveitarinnar, sem leysti hana úr mestu ein…
Kvísker
Kvísker er austasti bær í Öræfum, vestan Breiðamerkursands. Bærinn stendur undir Bæjarskeri. Glitrós   vex í hvamminum vestan bæjar og Stöðuvatn er no…
Öræfajökull
Öræfajökull, hæsta fjall Íslands Öræfajökull er hæsta fjall landsins, 2110 m, sem teygist suður úr Vatnajökli. Hæð landsins sunnan þess     er u.þ.b.…
Sögustaðir Suðurland
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Álfaskeið Álftaver Almenningar Alviðra Arnarbæli Áshildarmýri Ásólf…
Suðursveit
Suðursveit er ævintýraland sem fleiri mættu gefa gaum að en hingað til. Óvíða finnst á svæði sem aka má   gegnum á þjóðvegi á um hálftíma slík fjölbre…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )