Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Svartifoss

Svartifoss

Svartifoss er meðal kunnustu fossa hérlendis, þótt hann sé oftast mjög vatnslítill og fallhæðin ekki mikil. Fólk, sem skynjar fegur hans, getur setið stundum saman og dáðst að honum. Nafnið dregur hann af mjög dökkum og löngum blágrýtisstuðlum bergþilsins, sem hann steypist niður.

Gangan upp að fossi frá tjaldstæðinu og til baka tekur 1-1½ klst. Stígarnir eru vel merktir og engar hindranir á leiðinni. Leiðin liggur upp að Vestragili fram hjá Hundafossi, þar sem hún er u.þ.b. hálfnuð. Velji fólk aðarar leiðir til baka, verður göngutúrinn mun lengri en að framan greinir.

Myndasafn

Í grennd

Þjóðgarðurinn í Skaftafelli
Þjóðgarðurinn í Skaftafelli (1967, stækkaður 1984 og stækkaður enn 2004) og nágrenni geymir mestu náttúruperlur Íslands. Íslenskir og erlendir ferðal…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )