Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Jarðfræði Suðurland

Þjórsárdalur
Mynd: Sigurður Fjalar Jónsson

Suðurlands- og Snæfellsnesgosbeltin eru dæmi um hliðarbelti (Flank Zones).

Í Vestmannaeyjum er alkalískt berg, líkt og á Snæfellsnesi. Ljóst er að nýrunnið hraungrjót verður fljótt brimsorfið sbr. reynslu og rannsóknir í Surtsey og á Heimaey. Helgafell.
Jarðskjálftabeltið á Suðurlandi er kallað víxlgengi (Transform Fault; 80 km langt og 10 km breitt). Þar hnikast norðurbrúnin til vesturs og suðurbrúnin til austurs og hliðrar svæðinu á milli líkt og bókum í hillu, sem eru skekktar. Við þessa hliðrun myndast litlar sprungur í millibeltinu og þar hlaðast upp smáhólar á milli enda þessara smásprungna. Þetta er auðséð í landslagi, t.d. á Skeiðum. Þjóðvegurinn liggur um hluta skjálftasvæðisins, sem nær frá Ölfusi að Selsundi.

Búðaröðin (jökulöldur) er u.þ.b. 9500 ára (ekki eins og áður var talið 10700 ára).

Eldgjárgosið var eitt stærsta gos sögunnar á 40 km sprungu. Þar gaus í kringum 930 (Guðrún Larsen). Gjátindur.

Katla er líklega suðurendi Eldgjár. Hún hefur gosið a.m.k. 20 sinnum á sögulegum tíma. Katla er 700 m djúp askja, sem er 110 km2, eða sú stærsta á landinu. Gosefni og vatn geta ruðzt brott frá gosstað um Entugjá niður á Markarfljótsaura, niður með Sólheimajökli og niður á Mýrdalssand. Úr Kötlu hafa einungis komið eðjuhlaup (lahar) og rúmmál hlaupvatns hefur verið a.m.k. 1 km³. Kvikuhólfið undir Kötlu er á 1-1,5 km dýpi. Þarmeð nær kvikuhólfið mögulega upp fyrir sjávarmál og er hið grynnsta á landinu. Það geymir 30-40 km3 af kviku.

Þjórsárhraun er u.þ.b. 7800 ára, 920 km2, 21 km3. Stærsta hraun veraldar á síðustu 10 þúsund árum. Rann frá gígum við Heljargjá (ekki við Bjalla).

Dyrhólaey er mynduð líkt og Surtsey, en tengdist svo landi með framburði á síðasta hlýskeiði. Leifar gosrásarfyllinga eru austast á eynni. Sjá grein í Náttúrufræðingnum eftir Einar frá Skammadalshóli. Sjá „Á ferð um hringveginn“ eftir Ara Trausta.

Markarfljótsaurar. Undir þeim er 250 m djúpur dalur (sem var fjörður) fylltur af hlaupseti. Stóra Dímon er efsti hluti stærra fjalls, sem stendur upp úr.

Grímsneshraun er u.þ.b. 6000 ára. Það varð til í einni langri goshrinu, sem skóp u.þ.b. 10 hraun. Kerið er ekki sprengigígur. Það var líklega gjallgígur, sem hrundi inn í sjálfan sig, þegar kvikan í honum seig í goslok. Þvi ekki rétt að kalla hann “Maar”.

Sandey í Þingvallavatni er ca 2000 ára, á líkum aldri og Gráhraun við Nesjavelli.

Leitarhraun, þar sem Raufarhólshelli er að finna, er ca 4800 ára.

Eyjafjallajökull gaus á árunum 1821-23 og gerði Fljótsdalinn sléttfullan af vatni (Markarfljótsaurar), og síðast 14. apríl 2010-23. maí 2012.

Eftirfarandi staðir finnast í Ferðavísi: Þingvellir, Fagurhólsmýri, Fjarðrárgljúfur, Fláajökull, Geysissvæðið, Hveragerði, Landmannalaugar, Þjórsárdalur, Vatnajökull, Gullfoss, Hjörleifshöfði, Ingólfsfjall, Kerið, Kirkjugólf, Kvíárjökull, Lakagígar, Landbrotshólar, Lomagnúpur, Mýrdalsjökull, Öræfajökull, Skaftafell, Skeiðarárjökull, Skeiðarársandur, Skógasandur.

Myndasafn

Í grennd

Jarðfræði Íslands
Eyjar í Atlantshafi, sem orðið hafa til á rekás Atlantshafshryggjarins: Asoreyjar, Bermuda, Madeira, Kanaríeyjar, Ascension, St. Helena, Tristan da Cu…
Suðurland, ferðast og fræðast
Mörk þessa svæðis eru hér dregin frá Hveragerði til Hafnar í Hornafirði. Suðurland er bæði fjöl- og strjálbýlt. Milli Hafnar og Markarfljóts er landrý…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )