Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Núpsstaðarskógur

Núpsstaðarskógur er í austurhlíðum Eystrafjalls, austan Skeiðarárjökuls og sunnan Grænalóns. Sumir   leggja gjarnan leið sína frá skóginum að Grænalóni og upp á snarbratta Súlutinda. Færðin inn í Núpsstaðarskóg fer alveg eftir því, hvernig vötnin liggja sunnan Eystrafjalls og aðeins er hægt að komast leiðar sinnar í þungum og kröftugum fjallabílum. Landslagið á þessum er ógleymanlegt þeim, sem hafa lagt á sig ferð þangað. Í skógarleifunum, sem þrífast ágætlega á þessum slóðum, gekk úti villifé á 19. öldinni.

Vestast á Skeiðarársandi eru Núpsvötn. Þau verða til úr Núpsá, sem er bergvatnsá, og Súlu, sem er jökulsá. Súla hefur fallið víða undan jaðri Skeiðarárjökuls en oftast uppi við hornið á Eystrafjalli. Þessar tvær ár féllu saman rétt austan Bjarnarins. Báðar árnar voru drepnar í dróma varnargarða vegna lagningar þjóðvegarins yfir sandinn árið 1974. Brúin yfir Núpsvötn er kölluð Súlubrú, því að nú mætast Súla og Núpsá undir brúnni.

Fyrri hluta 20. aldar voru Súluhlaupin mjög stór (5-10 þúsund m³/sek.), þegar Grænalón tæmdist og vatnsborðið lækkaði um 150-200 m. Núorðið lækkar vatnborðið aðeins um 20 m og vatnsmagnið nær hámarki í u.þ.b. 2000 m³/sek.

Myndasafn

Í grennd

Þjóðgarðurinn í Skaftafelli
Þjóðgarðurinn í Skaftafelli (1967, stækkaður 1984 og stækkaður enn 2004) og nágrenni geymir mestu náttúruperlur Íslands. Íslenskir og erlendir ferðal…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )