Djúpavík er í landi Kjósar, gamals eyðibýlis, sem er í hálfhringlaga dalkvos í Reykjarfirði.
Árið 1917 var Guðjón Jónsson, fyrsti íbúinn, skráður til heimilis að Djúpavík, þegar hann var ráðinn umsjónarmaður við síldarsöltunarstöð Elíasar Stefánssonar. Þetta tímabil hefur verið kallað Síldarævintýrið fyrra.
Því lauk haustið 1919 í upphafi kreppunnar miklu með gjaldþroti Elíasar. Árið 1934 hófst síðara Síldaræfintýrið. Þar voru á ferðinni miklir athafnamenn, sem stofnuðu hlutafélagið Djúpavík hf. um rekstur síldarverksmiðju og síldarsöltunarstöðvar. Verksmiðjan var rekin með miklum myndarbrag fram til ársins 1950, en þá fór að halla verulega undan fæti vegna aflaleysis. Hlutafélagið var leyst upp árið 1970.
Halldór Kiljan Laxnes fjallar á spaugilega hátt um síldarárin í bók sinni Guðsgjafarþula. Minjar um mikið athafnalíf á Djúpavík sjást þar, því byggingar frá báðum þessum tímabilum standa enn þá. Þar ber mest á hinu gríðarstóra verksmiðjuhúsi Djúpavíkur hf. Nú er rekið Hótel í Djúpavík í fyrrum kvennabragganum, sem hýsti síldarsöltunarstúlkur, og þar er að finna fjölbreytta afþreyingu fyrir ferðamenn.
Hótelið er opið allt árið.