Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Reykjarfjarðará

Veiði á Íslandi

Reykjarfjarðará er í Árneshreppi, Strandasýslu. Lítið vatnsfall og er skammt að komin úr hálendinu fyrir  ofan, fer svo eftir Reykjarfjarðardalnum til sjávar í botni Reykjafarðar. Dalurinn gróinn og stórbrotin fjallasýn og mjög fagurt meðfram ánni. Reykjarfjarðarfjall gnæfir yfir að norðan, en allmikið lægra að sunnan. Þjóðvegur liggur yfir ána neðanverða og áfram til Gjögurs og fyrir Reykjanes til Ingólfsfjarðar.

Ágæt veiði hefur verið í Reykjafjarðará en veiðin er allvæn sjóbleikja. Vegalengdin frá Reykjavík er um 355 km og u.þ.b. 85 km frá Hólmavík og örskammt frá Hótel Djúpavík.
Það er ekki seld nein veiðileyfi og öll veiði bönnuð samkvæmt uppýsingum frá landeigendum!!!!

 

Myndasafn

Í grennd

Djúpavík
Djúpavík er í landi Kjósar, gamals eyðibýlis, sem er í hálfhringlaga dalkvos í Reykjarfirði. Árið 1917 var Guðjón Jónsson, fyrsti íbúinn, skráður t…
Gjögur
Gjögur er fyrrum fræg veiðistöð við mynni Reykjarfjarðar, einkum vegna hákarlaveiði á síðustu öld. En fóru oft um 15 skip til hákalaveiða samtímis. N…
Strandir, ferðast og fræðast
Mörk þessa svæðis eru hér dregin frá Húnaflóa til Jökulfirða. Þéttbýlis- og merkisstaða innan svæðisins er sérstaklega getið hér að neðan. Strandir er…
Veiði Strandir
Stangveiði á Ströndum. Hér er listi yfir flestar laxveiðiár og silungsár og -vötn.  Laxveiði Strandir …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )