Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Djúpavík

Djúpavík

Djúpavík er í landi Kjósar, gamals eyðibýlis, sem er í hálfhringlaga dalkvos í Reykjarfirði.

Árið 1917 var Guðjón Jónsson, fyrsti íbúinn, skráður til heimilis að Djúpavík, þegar hann var ráðinn   umsjónarmaður við síldarsöltunarstöð Elíasar Stefánssonar. Þetta tímabil hefur verið kallað Síldarævintýrið fyrra.

Því lauk haustið 1919 í upphafi kreppunnar miklu með gjaldþroti Elíasar. Árið 1934 hófst síðara Síldaræfintýrið. Þar voru á ferðinni miklir athafnamenn, sem stofnuðu hlutafélagið Djúpavík hf. um rekstur síldarverksmiðju og síldarsöltunarstöðvar. Verksmiðjan var rekin með miklum myndarbrag fram til ársins 1950, en þá fór að halla verulega undan fæti vegna aflaleysis. Hlutafélagið var leyst upp árið 1970.

Halldór Kiljan Laxnes fjallar á spaugilega hátt um síldarárin í bók sinni Guðsgjafarþula. Minjar um mikið athafnalíf á Djúpavík sjást þar, því byggingar frá báðum þessum tímabilum standa enn þá. Þar ber mest á hinu gríðarstóra verksmiðjuhúsi Djúpavíkur hf. Nú er rekið Hótel í Djúpavík í fyrrum kvennabragganum, sem hýsti síldarsöltunarstúlkur, og þar er að finna fjölbreytta afþreyingu fyrir ferðamenn.

Hótelið er opið allt árið.

Myndasafn

Í grennd

Árneskirkja, Strandir
Árneskirkja er í Árnesprestakalli í Húnavatnsprófastsdæmi. Árnes er bær, kirkjustaður og fyrrum   prestssetur í Trékyllisvík. Séra Ljótur Refsson er …
Bjarnarfjörður nyrðri
Bjarnarfjörður nyrðri er sunnan Skjaldarbjarnarvíkur, 4-5 km langur og tæplega kílómetri á breidd.   Skriðjökull úr Drangajökli gengur niður í fjarðar…
Bjarnarfjörður syðri
Bjarnarfjörður syðri á Ströndum er stuttur og á milli Valshöfða og Balafjalls, næstur norðan   Steingrímsfjarðar. Breiður og grösugur dalur inn af hon…
Drangaskörð
Drangaskörð eru eitt af mest áberandi náttúrufyrirbærum landsins norðan Drangavíkur. Þau ganga fram   úr Skarðafjalli milli Drangavíkur og Dranga og g…
Drangavík
Drangavík er sunnan Drangaskarða, milli Hrúteyjarness og Engjaness. Drangavíkurdalur teygist upp í hálendið og áin, sem er samnefnd víkinni, fellur ni…
Eyjar í Strandasýslu
Eyjar eru eyðibýli í sumarábúð á Bölum í Strandasýslu. Þorgilssaga og Hafliða getur þess, að jörðin hafi heitið Oddbjarnareyjar fyrrum. Ofan bæjar er …
Eyvindarfjörður
Eyvindarfjörður er einn þriggja fjarða, sem gengur inn úr Ófeigsfjarðarflóa. Austar eru Ófeigsfjörður og  Ingólfsfjörður. Eyvindarfjörður er lítill fj…
Feykishólar
Feykishólar eru eyðibýli í Hvalsárdal úr Hrútafirði á Ströndum. Örnefnið Kirkjuhóll á jörðinni bendir til bænhúss eða kirkju þar fyrrum. Samkvæmt þjó…
Finnbogastaðir
Finnbogastaðir eru í Trékyllisvík. Þeir eru kenndir við Finnboga ramma, sem sagður er hafa byggt sér  bæ  þar, þegar hann varð að flýja Norðurland ve…
Galdrar og galdrabrennur á Íslandi
Galdrafárið í Evrópu hófst um 1480 og stóð fram undir 1700. Til Íslands bárust áhrifin frá Danmörku og Þýskalandi. Þeirra tók þó ekki að gæta hér að r…
Gjögur
Gjögur er fyrrum fræg veiðistöð við mynni Reykjarfjarðar, einkum vegna hákarlaveiði á síðustu öld. En fóru oft um 15 skip til hákalaveiða samtímis. N…
Ingólfsfjörður
Ingólfsfjörður á Ströndum er u.þ.b. 8 km langur og 1½ km á breidd á milli Munaðarness og Seljaness. Úti fyrir eru sker og grynningar en fjörðurinn sjá…
Kaldbakur
Kaldbakur (508m) er sunnan Kaldbaksvíkur. Stórgrýtisurðin sjávarmegin við fjallið heitir Kleif og götutroðningarnir í gegnum hana eru kallaðir Ófæra. …
Kambur
Kambur er sérstakt og áberandi fjall á nesinu milli Reykjarfjarðar og Veiðileysufjarðar. Upp úr Kambinum rísa þverhníptir tindar, sem álengdar minna á…
Kört Trékyllisvík
Starfsemi minja- og handverkshússins Kört byggist á fjórum meginstoðum: Verndun minja, handverkssölu, upplýsingagjöf til ferðamanna og leiðsögn. Í …
Kúvíkur
Kúvíkur eru við Reykjarfjörð og byggðust úr landi Halldórsstaða. Þar var eini verzlunarstaður Strandasýslu frá því um 1600 þar til Borðeyri varð löggi…
Litla og Stóra-Ávík
Litla- og Stóra-Ávík eru bæir við Trékyllisvík og inn af þeim er Ávíkurdalur, handan Sætrafjalls. granítsteinn, sem talið er að hafi borizt til lands…
Norðurfjörður
Norðurfjörður er vík norðan Trékyllisvíkur með samnefndu þorpi, þar sem standa mörg hús auð og   yfirgefin. Þarna er rekin lítil verzlun fyrir hina fá…
Ófeigsfjörður
Ófeigsfjarðarflói greinist í þrjá firði, Ingólfsfjörð austast, Ófeigsfjörð í miðju og Eyvindarfjörð vestast. Þessir firðir voru nefndir eftir þremur …
Reykjarfjarðará
Reykjarfjarðará er í Árneshreppi, Strandasýslu. Lítið vatnsfall og er skammt að komin úr hálendinu fyrir  ofan, fer svo eftir Reykjarfjarðardalnum til…
Sögustaðir Ströndum
Sögustaðir eru fjölmargir á Ströndum, en hér má sjá nokkra þeirra. Árneskirkja Bjarnarfjörður nyrðri Bjarnarfjörður syðri Djúpa…
Speni
Speni er hóll milli Skreflna og Kolbeinsvíkur. Hann líkist konubrjósti, því að upp úr honum stendur þúfa   sem álengdar minnir á geirvörtu. Við Spenan…
Strandasýsla
Strandasýsla liggur að vestanverðum Húnaflóa, nær frá Geirólfsgnúpi að norðan að Hrútafjarðará og Holtavörðuheiði að sunnan. Sýslan er 2630 km². Strön…
Strandir, ferðast og fræðast
Mörk þessa svæðis eru hér dregin frá Húnaflóa til Jökulfirða. Þéttbýlis- og merkisstaða innan svæðisins er sérstaklega getið hér að neðan. Strandir er…
Trékyllisvík
Trékyllisvík í Árneshreppi er umkringd svipmiklum fjöllum með allmiklu og grösugu undirlendi. Nafngjafi víkurinnar er sagður vera skip, sem var smíðað…
Veiði Strandir
Stangveiði á Ströndum. Hér er listi yfir flestar laxveiðiár og silungsár og -vötn.  Laxveiði Strandir …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )