Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Fjallabak nyðra Landmannaleið

Hekla
Hekla

Skaftfellingar nefna þessa leið Fjallabaksveg og telja það eldra og réttara. Hún liggur á milli Landsveitar og Skaftártungu norðan Heklu og Torfajökuls. Þetta er einhver litskrúðugasta og fjölbreyttasta hálendisleið landsins. Í þurrkatíð er hún akfær flestum bílum, en þó er betra að hafa fjórhjóladrifið við höndina. Frá Sigölduvirkjun liggur 26 km löng leið suður í Landmannalaugar. Sé hin rétta Fjallabaks- eða Landmannaleið ekin upp úr Landsveit til austurs, er haldið upp Sölvahraun og beygt til hægri við vegprestinn, sem segir Dómadalsleið.

Þá er ekið á milli Hekluhrauna og hlíða, um Lambahraun, yfir óbrúaðar sprænur, um Kringlu og Dómadal. Þá kemur Frostastaðavatn, þar sem leiðin kvíslast í þrjár áttir. Til vinstri liggur leiðin að Sigöldu, beint áfram að Ljótapolli og til hægri til Landmannalauga eða áfram austur í Skaftártungu. Jökulgilskvísl, sem var versti farartálminn á leiðinni var brúuð. Austan hennar er ekið um Kýlinga, við rætur Kirkjufells, um Illagil og Jökuldali að Hörðubreiðarhálsi. Þar opnast útsýnin til austurs yfir Eldgjá og Lakagíga á Síðuafrétti. Einnig sést til Langasjávarsvæðisins, Fögrufjalla og Tungnárfjalla og inn á Vatnajökul vestanverðan. Síðan er haldið niður í Eldgjá, yfir Syðri-Ófæru og niður Skaftártungu.

Skálar eru víða á leiðinni, s.s. í Landmannahelli, Landmannalaugum, Kýlingum og Hólaskjóli. Það er óhætt að fullyrða, að þessi landshluti lætur engan sem um hann fer, ósnortinn.

Fjallaskálar Útivist:
Utivist Alftavotn hut
Utivist Mountain Hut Skaelingar
Utivist Mountain hut Strutur
Utivist Mountain Hut Sveinstindur
Utivist Mountain Hut – Dalakofinn
Utivist Basar Thormork

Fjallaskálar Ferðafélag Íslands:
FI Álftavatn á Suðurlandi
FI Fimmvörðuháls / Baldvinsskáli á Suðurlandi
FI Emstrur  Suðurlandi
FI Hagavatn á Suðurlandi
FI Hlöðuvellir á Suðurlandi
FI Hornbjargsviti á Vestfjörðum
FI Hrafntinnusker á Suðurlandi
FI Hvanngil á Suðurlandi
FI Hvítárnes á Kjalvegi
FI Landmannalaugar á Suðurlandi
FI Norðurfjörður / Valgeirsstaðir á Ströndum
FI Nýidalur á Suðurland Sprengisandur
FI Þjófadalir á Kjalvegi
FI Þórsmörk / Langidalur á Suðurlandi
FI Þverbrekknamúli Kjölur

Myndasafn

Í grennd

Dómadalsleið
Dómadalsleið er vestasti hluti hinnar gömlu Landmannaleiðar, sem er tíðast kölluð Fjallabaksleið nyrðri. Hún liggur austur úr Sölvahrauni, austan norð…
Fjallabak Syðra Miðvegur
Þessi leið tengir Rangárvelli og Skaftártungu. Hún hefst við Keldur á Rangárvöllum, sé ekið til austurs. Þaðan er haldið upp með Eystri-Rangá um Laufa…
Friðland að Fjallabaki
Friðland að Fjallabaki Þetta friðland var stofnað 1979. Það nær yfir 47 km² lands og er ofar 500 m hæð yfir sjó. Svæðið er fjöllótt og eldvirkt og þa…
Frostastaðavatn
Frostastaðavatn er að mestu umgirt hraunum, Dómadalshraun að vestan, Námshraun að sunnan ogað norðan. Vatnið og umhverfi þess er ægifagurt. Stærð þess…
Gönguleiðir á Hálendinu
Listi yfir helstu gönguleiðir um Hálendið Gönguleiðir á Íslandi eru miklu fleiri en getið er um í þessari umfjöllun. Hérna er aðeins getið helztu lei…
Hálendið, ferðast og fræðast
Þegar talað er um (Hálendið) miðhálendið, er yfirleitt miðað við landsvæði ofan 400 m hæðar yfir sjó. Þetta svæði nær yfir u.þ.b. 76% af flatarmáli la…
Hálendisveiði
Hálendisveiði skiptist í 5 veiðisvæði. Þannig er best að velja svæði og síðan hvernig farið er þangað hér að neðan. Þessi svæði eru Arnarvatnsheiði…
Landmannahellir
Landmannahellir er í móbergsfellinu Hellisfjalli sunnan Löðmunds og vestan Löðmundarvatns. Hann er 4 m hár, 8 m breiður og 14 m langur. Ferðamenn og g…
Landmannalaugar
Landmannalaugar Landmannalaugar eru í kvos á milli brattra fjalla við háa og dökka brún Laugahrauns. Undan hrauninu spretta margar heitar og kaldar …
Sögustaðir Hálendinu
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Sögustaðir. Nýjar og gamlar Hálendisleiðir, útilegumenn, þjófar og draugar eru meðal þess sem finna má á sö…
Vötn að fjallabaki
Hin eina sanna Landmannaleið liggur á milli Landsveitar og Skaftártungu um Dómadal. Þetta er einn og litskrúðugasti fjallvegur landsins, sem er akfær…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )