Skaftfellingar nefna þessa leið Fjallabaksveg og telja það eldra og réttara. Hún liggur á milli Landsveitar og Skaftártungu norðan Heklu og Torfajökuls. Þetta er einhver litskrúðugasta og fjölbreyttasta hálendisleið landsins. Í þurrkatíð er hún akfær flestum bílum, en þó er betra að hafa fjórhjóladrifið við höndina. Frá Sigölduvirkjun liggur 26 km löng leið suður í Landmannalaugar. Sé hin rétta Fjallabaks- eða Landmannaleið ekin upp úr Landsveit til austurs, er haldið upp Sölvahraun og beygt til hægri við vegprestinn, sem segir Dómadalsleið.
Þá er ekið á milli Hekluhrauna og hlíða, um Lambahraun, yfir óbrúaðar sprænur, um Kringlu og Dómadal. Þá kemur Frostastaðavatn, þar sem leiðin kvíslast í þrjár áttir. Til vinstri liggur leiðin að Sigöldu, beint áfram að Ljótapolli og til hægri til Landmannalauga eða áfram austur í Skaftártungu. Jökulgilskvísl, sem var versti farartálminn á leiðinni var brúuð. Austan hennar er ekið um Kýlinga, við rætur Kirkjufells, um Illagil og Jökuldali að Hörðubreiðarhálsi. Þar opnast útsýnin til austurs yfir Eldgjá og Lakagíga á Síðuafrétti. Einnig sést til Langasjávarsvæðisins, Fögrufjalla og Tungnárfjalla og inn á Vatnajökul vestanverðan. Síðan er haldið niður í Eldgjá, yfir Syðri-Ófæru og niður Skaftártungu.
Skálar eru víða á leiðinni, s.s. í Landmannahelli, Landmannalaugum, Kýlingum og Hólaskjóli. Það er óhætt að fullyrða, að þessi landshluti lætur engan sem um hann fer, ósnortinn.
Fjallaskálar Útivist:
Utivist Alftavotn hut
Utivist Mountain Hut Skaelingar
Utivist Mountain hut Strutur
Utivist Mountain Hut Sveinstindur
Utivist Mountain Hut – Dalakofinn
Utivist Basar Thormork
Fjallaskálar Ferðafélag Íslands:
FI Álftavatn á Suðurlandi
FI Fimmvörðuháls / Baldvinsskáli á Suðurlandi
FI Emstrur Suðurlandi
FI Hagavatn á Suðurlandi
FI Hlöðuvellir á Suðurlandi
FI Hornbjargsviti á Vestfjörðum
FI Hrafntinnusker á Suðurlandi
FI Hvanngil á Suðurlandi
FI Hvítárnes á Kjalvegi
FI Landmannalaugar á Suðurlandi
FI Norðurfjörður / Valgeirsstaðir á Ströndum
FI Nýidalur á Suðurland Sprengisandur
FI Þjófadalir á Kjalvegi
FI Þórsmörk / Langidalur á Suðurlandi
FI Þverbrekknamúli Kjölur