Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Baldvinsskáli Fimmvörðuhálsi

Baldvinsskáli

Baldvinsskáli stendur á Fimmvörðuhálsi sem er ein vinsælasta gönguleið landsins. Skálinn á að sinna þörfum þess mikla fjölda fólks sem gengur yfir Fimmvörðuháls, en fáar leiðir njóta viðlíka vinsælda meðal útivistarfólks. Þúsundir fara um þessar slóðir á hverju ári og þar eru ummerki eldsumbrotanna vorið 2010 mikið aðdráttarafl.

Baldvinsskáli var endurbyggður árið 2012 og er bæði hugsaður sem húsaskjól fyrir þá sem eru að ganga Fimmvörðuháls á einum degi frá Skógum í Þórsmörk en líka sem gistiskáli fyrir þá sem það kjósa. Nýi skálinn er A-laga bygging og er 63 fermetrar að flatarmáli.

Nýi skálinn kom í stað hins gamla Baldvinsskála sem FÍ keypti af Flugbjörgunarsveitinni á Skógum árið 2007. Sá skáli var kominn til ára sinna og í slæmu standi. Nýi skálinn ber áfram nafnið Baldvinsskáli til heiðurs Baldvini Sigurðssyni sem var aðalmaðurinn i uppbyggingu gamla skálans og vann mikið þrekvirki.
fi@fi.is

Myndasafn

Í grennd

Básar Þórsmörk, Útivist
Eftir stofnun Útivistar var farið að huga að byggingu skála á Þórsmerkursvæðinu. Ákveðið var að byggja á Goðalandi. Þar með yrði einn skáli sunnan Kro…
Fimmvörðuháls
Leiðin yfir Fimmvörðuháls frá Þórsmörk, Skagfjörðsskála í Langadal, Húsadal og frá skála Útivistar í yfir Fimmvörðuháls til Skóga er 22-24 km. [frá Bá…
Gisting á Hálendinu
Fjallaskálar og tjaldstæði Á hálendinu er gisting vanalega í skálum eða á tjaldstæðum. Áfangagil Álftavatn skáli Ál…
Gönguleiðin Fimmvörðuháls
Gönguleið milli Skóga og Þórsmerkur Leiðin yfir Fimmvörðuháls frá Þórsmörk, Skagfjörðsskála í Langadal, Húsadal og frá skála Útivistar í yfir Fimmvör…
Gönguleiðir í Þórsmörk
Valahnúkur (458m) er vestan við mynni Langadals, þar sem Skagfjörðsskáli Ferðafélags Íslands stendur. Gangan upp er létt og útsýnið ofan af honum á gó…
Húsadalur
Húsadalur er stærri en Langidalur og skógurinn grózkumeiri. Við rætur Húsadalsklifs eru húsarústir,   sem gætu verið allgamlar að stofni. Jarðabók Árn…
Langidalur
Langidalur er í Merkurrananum norðan Krossár við austanverðan Valahnúk (458m). Þetta grösuga   dalverpi er breiðast fremst, þar sem Ferðafélag Íslands…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )