Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Nýidalur Skálar FÍ

nyidalur

Skálar FÍ í Nýjadal/Jökuldal standa í u.þ.b. 800 m hæð yfir sjó við mynni samnefnds dals,   Þvermóði á mel sunnan Nýjadalsár. Bílaslóðin um Sprengisand liggur um hlaðið. Fyrri skálinn var byggður 1967. Hann er tveggja hæða. Á neðri hæð er forstofa, eldhús, herbergi skálavarða og svefnskáli og á efri hæð er svefnloft. Í nýrra húsinu er eldhús, herbergi skálavarðar og svefnsalur niðri en uppi er svefnloft. Alls hýsa bæði húsin 120 manns í kojum og á dýnum. Eldhús beggja skálanna eru búin eldavélum, pottum og pönnum en ekki öðrum mataráhöldum. Á sumrin er skálavarzla og sorphirða. Vatnssalerni og sturtur eru í sérstöku húsi. Af hlaðinu blasir við suðvesturhlíð Tungnafellsjökuls, sem er auðveldur uppgöngu frá blómum prýddum Nýjadalnum/Jökuldalnum. Þaðan er einnig greið leið yfir Mjóháls austur í Vonarskarð.

GPS staðsetning: 64°44.130 18°04.350.
Heimild: Vefur FÍ.

Bóka gistingu
Nýidalur

1. júlí – 31. ágúst
Adult / Sleepinbag : Ikr. 12.000.00
Children 7-15 years :  (50.0%)

Camping Nyidalur
Price Per person.
Ikr. 2800.-

Myndasafn

Í grennd

Sprengisandur
Sprengir er talinn vera suðvestan Fjórðungsvatns og vera staður, þar sem hestar sprungu á reiðinni, þegar fólk reið eins hratt og það gat til að komas…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )