Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Hornbjargsviti

Hornbjargsviti

Ferðafélag Íslands hefur tekið við rekstri Hornbjargsvita af þeim hjónum Ævari Sigdórssyni og Unu Lilju  Eiríksdóttur. FÍ gerir langtímasamning við Siglingastofnun um rekstur og viðhald á húsum á svæðinu og mun um leið reka gistiþjónustu fyrir ferðamenn á staðnum. undanfarin ár.
Hornbjarg er hrikalegt standberg austast á Hornströndum, eitt mesta fuglabjarg landsins. Hæstur tinda þar er Kálfatindur (534m). Jörundur (423m) er norðar og líkist manni séður frá Hælavíkurbjargi. Hann er sagður bera nafn fyrsta landnámsmannsins á Horni. Hornbjarg hét Vestra-Horn, en það nafn færðist yfir á fjallið austan Hornafjarðar.

Aðstaðan í Hornbjargsvita:
Þar er gistiaðstaða fyrir allt að 50 manns.
Þar er gott eldhús með öllum búnaði, þar eru rafmagns og gaseldavélar.
Þú tekur með þér hráefni í matargerð, annað er á staðnum.
Við höfum gott kolaútigrill, þú hefur með þér kol.
Það er sofið í rúmum og kojum í 7 aðskildum herbergjum, þú hefur með þér svefnpoka eða rúmföt.
Það er sturta í húsinu sem tekur við 100 kr. mynt.
Góð aðstaða er í húsinu til að þurka blaut föt og skó.
Einnig bjóðum við upp tjaldsvæði með aðgang að vatnssalernum, góðu vatni og inniaðstöðu í gömlu útihúsi.

fi@fi.is Sími: 568-2533

Myndasafn

Í grennd

Hornstrandir
Hornstrandir Vestfjörðum Nyrsti hluti Vestfjarða er Hornstrandir, sem markast af Geirólfsgnúpi í austri og nú eru vesturmörkin oftast miðuð við Rit v…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )