Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Álftavatn skálar FI

Álftavatn

Skálarnir við Álftavatn

Skálar FÍ standa austan Álftavatns. Þeir voru byggðir árið 1979 og hýsa 72 manns í svefnpokum í kojum. Gashellur til matreiðslu eru í báðum skálum auk áhalda og rennandi, kalds vatns. Annar skálanna er ætlaður göngufólki á leiðinni milli Landmannalauga og Þórsmerkur (Laugavegurinn).

Sérstakt hús er fyrir skálaverði á sumrin. Vatnssalerni og sturtur eru í sérstöku húsi. Gjalds er krafizt fyrir notkun sturtnanna. Skálarnir eru miðleiðis á gönguleiðinni milli Þórsmerkur og Landmannalauga, Laugaveginum, og Miðvegur er í næsta nágrenni. Fagurt landslagið umhverfis skálanna býður upp á fjölbreyttar gönguleiðir, s.s. í Álftaskarð, á Brattháls og að Torfahlaupi.

Álftavatn, djúpt og fagurt, er steinsnar frá skálunum. Þar voru löngum veiddar álftir, en eftir drukknun Benedikts Erlingssonar, bónda í Fljótsdal í Fljótshlíð, árið 1838, lögðust veiðarnar af. Hann sundreið eftir álftunum og dóttir hans á táningsaldri varð vitni að slysinu. Hægt er að aka meðfram Torfatindi að Torfrahlaupi. GPS hnit: 63°51.470 19°13.640.
Heimild: Vefur FÍ. fi@fi.is

gonguleidir_hellismannaleid_midsud.htm_txt_gonguleidir_flestar_sudurha

Myndasafn

Í grennd

Álftavatn
Álftavatn er stöðuvatn við Miðveg um Fjallabak syðra á svokölluðum Laufaleitum. Það er alldjúpt og talsverður silungur er í því eftir sleppingu á 20. …
Álftavatnskrókur
Álftavatnskrókur er daverpi með nokkrum tjörnum milli Svartahnúksfjalla og Eldgjár í vestri og Bláfjalls í austri. Leiðin um hann liggur á milli Hó…
Gönguleiðin „Laugavegur“
Gönguleið: Laugavegur - Landmannalaugar - Þórsmörk Gönguvegalengd u.þ.b. 55 km. Þórsmörk - Skógar 24-26 km. Laugavegurinn er nafn, sem hefur festst v…
Gönguleiðir á Hálendinu
Listi yfir helstu gönguleiðir um Hálendið Gönguleiðir á Íslandi eru miklu fleiri en getið er um í þessari umfjöllun. Hérna er aðeins getið helztu lei…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )