Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Hrafntinnusker Fi Skáli

Hrafntinnusker

Skálinn í Hrafntinnuskeri

Skáli Höskuldsskáli á Hrafntinnuskeri var byggður 1977 í 1027 m hæð yfir sjó. Hann hýsir 36 manns í kojum en heimilt er að nýta tvíbreiðar kojur og autt gólfpláss til gistingar í vondum veðrum. Skálinn er jarðhæð með eldhúsi og sal og ris með 18 dýnum á gólfi og herbergi skálavarðar.

Húsið er hitað með jarðvarma allt árið. Skálavörður er á staðnum í júlí og ágúst og þá er rennandi vatn í krana í eldhúsi og utanhúss fyrir tjaldgesti. Utan vörzlutíma verður að sækja vatn í gil vestan skálans eða bræða snjó. Rafmagn til ljósa fæst frá birtunemum. Rofinn er í anddyri og rafmagnið nægir til 6 klst. notkunar. Rofar eru einnig á lömpum. Raforkan er einnig nýtt til að knýja vatnsdælur. Vinsamlegast farið sparlega með rafmagnið. Gashellur, sem eru tengdar gaskútum allt árið, og önnur nauðsynleg eldhúsáhöld eru í eldhúsinu.

Stundum bregzt tæknin, sem er notuð til öflunar hita, rafmagns og vatns. Þá er reynt að ná til viðgerðarmanna, en hafa verður í huga, að þeir eru í 200 km fjarlægð og ekki er alltaf fært bílum að skálanum.

Næturró er á tímabilinu frá miðnætti til kl. 7 á morgnana nema skálavörður leyfi annað. Eldhúsið má ekki nota á þessum tíma. Reykingar eru bannaðar í skálanum.

Neyðartalstöð er í anddyri!.

Sumarkamrar eru í næsta nágrenni hússins en á veturna er notaður kamar, sem er tengdur anddyri.

Skálinn stendur í sendnu umhverfi og sandur berst inn í hann, gæti gestir ekki að því að þurrka vel af fótunum. Skó á að skilja eftir í anddyri og gott er að hafa með sér inniskó. Gestir eru hvattir til að aðstoða skálavörð við að halda húsinu hreinu og leiðsögumenn eru beðnir að skýra hópum sínum frá skálareglum. Utan vörzlutíma eiga gestir að gera hreint fyrir brottför.

Tjaldstæðið er á sandinum neðan skálans og tjaldgestir hafa aðgang að vatni úr krana við skálann.

Gestir verða að taka allt rusl með sér. Ruslagámar eru í Landmannalaugum og við Álftavatn. Vinsamlega fleygið ekki rusli í kamra og felið það ekki undir steinum. Hreint land – fagurt land!

Rekstur skálans er dýr og því mikilvægt, að gestir greiði fyrir notkun hans. Ferðafélag Íslands birtir ár hvert gjaldskrár fyrir gistingu í húsi og tjaldi og viðveru. Skálavörður innheimtir gjöldin í júlí og ágúst en utan þess tíma eru gestir beðnir að stinga greiðslunni í baukinn í anddyrinu.

Hnit (WGS-84): 63.933261 19.168080.
UTM (WGS-84): 7090867.1 7589807.4.
Geographical co-ordinates (Hjörsey 1955): 63.933571 19.168477
UTM ( Hjörsey1955): 7091076.0 75897691.6

Heimild: Vefur FÍ. fi@fi.is

Íshellar myndast vegna jarðhita. Það er áhættusamt að fara inn í slíka hella vegna hrunhættu. Ferðamaður beið bana í einum þeirra í Hrafntinnuskeri morguninn 16. ágúst 2006.

Myndasafn

Í grennd

Gönguleiðin „Laugavegur“
Gönguleið: Laugavegur - Landmannalaugar - Þórsmörk Gönguvegalengd u.þ.b. 55 km. Þórsmörk - Skógar 24-26 km. Laugavegurinn er nafn, sem hefur festst v…
Hrafntinnusker
Hrafntinnusker Hrafntinnusker er 1128 m hátt fjall við Austur-Reykjadali, austan Heklu. Það er hægt að aka langleiðina þangað frá Sátubarni á Dómadal…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )