Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Borgarfjörður eystra

Borgarfjörður Eystri

Ferðavísir:
Vopnafjorður 202 km >Borgarfjörður > Egilsstaðir 72 km.

Borgarfjörður eystra er nyrstur fjarða, sem ganga inn í Austfjarðahálendið. Borgarfjörður liggur á mótum blágrýtissvæðis og líparítsvæðis og má þar finna margt merkilegra steina.

Hreint ævintýri er fyrir steinasafnara að ganga um fjörur í Borgarfirði, en þar eru milljónir af marglitum steinum, sem slípast hafa í ám og brimi og skolast síðan á land, en því miður er steinasöfnun bönnuð almenningi. Í Borgarfirði er fyrirtækið Álfasteinn en þar eru framleiddir skart- og minjagripir úr steinunum og seljast gripirnir víða um land og langt út fyrir landsteina. Álfasteinn framleiðir einnig graf- og bautasteina og margt annað úr steini. Þorpið í Borgarfirði nefnist Bakkagerði og þar innan við er Álfaborg, sérstæð hamraborg, sem mikil álfatrú er á. Álfaborg er nú friðlýst. Náttúrufegurð er viðbrugðið og finna má merktar gönguleiðir um fjörðinn, til nærliggjandi dala og hinna fögru Víknaslóða.. Fuglaskoðarar finna margt áhugavert við gömlu höfnina og nýju smábátahöfnina á Hafnarhólma handan fjarðar.

Vegalengdin frá Reykjavík er u.þ.b.770 km um Suðurland.

Myndasafn

Í grennd

Álfaborg
Klettaborg, rétt við þéttbýliskjarnann, Bakkagerði á Borgarfirði eystri. Af henni dregur fjörðurinn nafn  . Þar mun vera mjög blómleg álfabyggð og sag…
Austurland, ferðast og fræðast
Mörk þessa svæðis eru hér dregin frá Jökulsárlóni að Bakkafirði. Þéttbýlis- og merkisstaða og afþreyingar innan svæðisins er sérstaklega getið neðan v…
Breiðavik á Víknaslóð
Samkvæmt Landnámu nam Þórir Lína land í Breiðuvík. Stóraá (Víkurá) á ósa á breiðri sandströnd fyrir  víkurinnar. Áin er að mestu leyti mörkin milli j…
Dyrfjöll
Dyrfjöll eru hæstu fjöll við Borgarfjörð og hæsti tindur þeirra er 1136 m. Fjöllin bera nafn af klettaskarði  er í fjallgarðinum og kallast það Dyr. …
Fagrihóll
Fagrihóll er sérkennilegt náttúrufyrirbrigði á Austfjörðum. Hann er við akveginn til Breiðuvíkur á móts   við Svartfell. Frost hefur í gegnum aldirnar…
Geitavík
Geitavík er við Borgarfjörð eystri. Þar fann Gunnar Þiðrandabani félaga sína, er hann var á flótta undan  og Helga   Droplaugarsonum og þótti þeir ha…
Glettingsnes
Glettingsnes er láglendur smátangi milli Kjólsvíkur og Hvalvíkur norðan hins snarbratta fjalls Glettings.  var afskekktasti bærinn í Borgarfjarðarhre…
Hafnarhólmur
Í Hafnarhólma, sem stendur við bátahöfnina á Borgarfirði eystri, er afar gott fuglaskoðunarsvæði en hvergi á Íslandi er jafn auðvelt að komast í návíg…
Húsavík Loðmundarfjörður
Húsavík er lítil vík norðan Loðmundarfjarðar með Kolbeinsnes að norðan og Hafnarnes að sunnan. Í  miðri víkinni er Húsavíkurkambur, sem skiptir víkur…
Hvítserkur Borgarfirði eystri
Eitthvert sérkennilegasta og fegursta fjall landsins. Hvítserkur er úr ljósu bergi, ingnimbrít (flikrubergi)  en dökkir berggangar skerast þvers og kr…
Jóhannes Sveinsson Kjarval
Minnisvarði Jóhannes Sveinsson Kjarval Listmálarinn Jóhannes Sveinsson Kjarval ólst upp í Geitavík í Borgarfirði eystri frá fjögurra ára aldri. …
Kirkjur á Austurlandi
Listi yfir flestar kirkjur landshlutans Ás í Fellum Áskirkja Bakkagerðiskirkja Bænhúsið á Núpsstað Berufjarðarkirkja …
Kjólsvík
Kjólsvík er lítil vík milli Glettings og Grenmós. Hún er stutt, undirlendi er lítið og berghlaup   setja mikinn svip á landslagið. Samkvæmt munnmæl…
Lindarbakki
Eitt allra vinsælasta myndefni ferðamanna sem leggja leið sína til Bakkagerðis á Borgarfirði eystri er lítill  og vel hirtur torfbær, Lindarbakki. Han…
Loðmundarfjörður
Loðmundarfjörður gengur inn úr Seyðisfjarðarflóa milli Álftavíkurfjalls að norðan og Brimnesfjalls að      sunnan. Hann var sérstakur hreppur til 1. …
Njarðvík, Borgarfj. Eystri
Njarðvík milli Landsenda og Skálaness er nyrzta vík Ausfjarðahálendisins. Eina undirlendið er  fjöllumkrýndur dalur inn af víkinni, þar sem þjóðveguri…
Njarðvíkurskriður
Mismunandi heimildir eru fyrir tilurð krossins, en í Naddasögu í þjóðsögum Jóns Árnasonar segir svo  frá, í mjög styttu máli: Borgfirskur bóndi þurfti…
Sögustaðir Austurlandi
Ýmsir staðir tengdir sögu landsins Aðalból Álfaborg Álfatrú Álftafjörður Ás í Fellum Ás í Fellum Áskirkja …
Stórurð
Stórurð (Hrafnabjargaurð) er í Urðardal í Hjaltastaðaþinghá. Hún er hluti jarðarinnar Hrafnabjarga.   Hún er meðal stórfenglegustu náttúrufyrirbæra Au…
Víknaslóðir
Gönguleiðir um Víknaslóðir á Austfjörðum Víkur ná yfir Álftavík, Húsavík, Herjólfsvík, Litluvík, Breiðuvík, Svínavík, Kjólsvík, Glettingsnes, Hvalvík…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )