Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Jóhannes Sveinsson Kjarval

Minnisvarði Jóhannes Sveinsson Kjarval

Listmálarinn Jóhannes Sveinsson Kjarval ólst upp í Geitavík í Borgarfirði eystri frá fjögurra ára aldri.

Hér málaði hann mikið og borgfirsku landslagi bregður víða fyrir í myndum hans. Þegar hundrað ár voru liðin frá fæðingu hans árið 1985 reistu Borgfirðingar Kjarval minnisvarða sem stendur við þjóðveginn skammt ofan við Geitavík.

Kjarval fæddist í Efri-Ey í Meðallandi 15. október 1885. Foreldrar hans voru Sveinn Ingimundarson, bóndi, Karítas Sverrisen. Ættingjar hans að Geitavík í Borgarfirði eystri tóku að sér uppeldi hans. Hann fór ungur á sjóinn, fluttist til Reykjavíkur 1901 til náms, þar sem hann kynntist myndlist Þórarins B. Þorlákssonar og Ásgríms Jónssonar og stundaði nám hjá Ásgrími. Kjarval hélt fyrstu sýningu sína 1908. Hann fluttist til Lundúna árið 1911, þar sem hann tók upp nafnið Kjarval. Árið 1912 fluttist hann til Kaupmannahafnar, þar sem hann hélt sýningu við góða dóma. Hann stundaði mynlistarnám við Konunglega listaháskólann 1914-18. Þá ferðaðist hann um Norðurlönd og Ítalíu. Hann kom til Reykjavíkur 1922, ferðaðist víða um land og málaði fjölda náttúrumynda. Á árunum 1931-47 hélt hann sýningar í Kaupmannahöfn og Reykjavík við góðan orðstír. Árið 1955 var haldin sýning í tilefni sjötugsafmælis hans. Hann gaf Listasafni Íslands stórfé til kaupa á málverkum og árið 1966 hófst bygging Kjarvalsstaða. Jóhannes lézt 13 apríl 1972. Hann var sérstakur maður og mörg ummæli hans eru enn þá fleyg. Hann er þekktastur íslenzkra listmálara og verk hans eru varðveitt víða um lönd. Margt hefur verið ritað um hann og verk hans. Jóhannes gaf út bækurnar Grjót, Meira grjót, Ljóðagrjót o.fl. bækur. Hann kvæntist Tove Kjarval, rithöfundi. Þau skildu en áttu tvö börn, Svein og Ástu.

Myndasafn

Í grennd

Borgarfjörður eystra
Borgarfjörður eystra er nyrstur fjarða, sem ganga inn í Austfjarðahálendið. Borgarfjörður liggur á mótum blágrýtissvæðis og líparítsvæðis og má þar fi…
Sögustaðir Austurlandi
Ýmsir staðir tengdir sögu landsins Aðalból Álfaborg Álfatrú Álftafjörður Ás í Fellum Ás í Fellum Áskirkja …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )