Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Njarðvík, Borgarfj. Eystri

Njarðvík milli Landsenda og Skálaness er nyrzta vík Ausfjarðahálendisins. Eina undirlendið er  fjöllumkrýndur dalur inn af víkinni, þar sem þjóðvegurinn hlykkjast niður af Vatnsskarði frá Fljótsdalshéraði um Njarðvíkurskriður til Borgarfjarðar eystra. Dalurinn er grösugur og víða kjarri vaxinn. Þarna sjást stundum hreindýr á beit.

Samkvæmt Landnámabók nam Þorkell fullspakur land þar en síðar bjó þar Ketill þrymur goði. Systursonur hans var Þiðrandi Geitisson, sem bar af öðrum ungum mönnum í þessum landshluta. Um tíma var norskur maður, Gunnar, í vist hjá Katli. Honum varð það á að skjóta ör að Þiðranda og verða honum að bana eftir að húsbóndi hans hafði verið veginn í bardaga út af Ásbirni Vegghamri er var í vist hjá Þorkeli. Þetta þótti mikið óhappaverk og fékk Gunnar viðurnefnið Þiðrandabani. Honum tókst að komast úr landi, m.a. fyrir atbeina Auðar Djúpúðgu og sleppa við hefnd þeirra, sem vildu hann feigan. Frá þessu segir m.a. í Fljótsdælu og í Gunnars sögu Þiðrandabana. Einnig má finna söguna á www.borgarfjordureystri.is undir Fornsögur

Í landi Njarðvíkur mótar fyrir gömlum hlöðnum torfgarði, sem að öllum líkindum má rekja til Ketils þryms og heitir hann Þorragarður. Einnig er þar í túni Þiðrandaþúfa og er garðurinn og þúfan friðlýstar fornminnjar. Fyrrum var margbýlt í Njarðvík en nú er þar einungis nýbýlið Borg í byggð. Bærinn Stekkur stóð utan Njarðvíkurbæjanna. Þar féll snjóflóð veturinn 1883 og varð sex að bana en tveimur var bjargað. Kirkjan í Njarðvík, útkirkja frá Desjamýri, var afhelguð með lögum árið 1970. Í katólskum sið var hún prestskyld og helguð Maríu mey.

Myndasafn

Í grennd

Borgarfjörður eystra
Borgarfjörður eystra er nyrstur fjarða, sem ganga inn í Austfjarðahálendið. Borgarfjörður liggur á mótum blágrýtissvæðis og líparítsvæðis og má þar fi…
Illdeilur og morð á Austurlandi
Smáorrustur, illdeilur, morð og aftökur á miðöldum á Austurlandi. Aðalból Gröf Hvalnes Illdeilur og morð á …
Sögustaðir Austurlandi
Ýmsir staðir tengdir sögu landsins Aðalból Álfaborg Álfatrú Álftafjörður Ás í Fellum Ás í Fellum Áskirkja …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )