Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Stórurð

Stórurð (Hrafnabjargaurð) er í Urðardal í Hjaltastaðaþinghá. Hún er hluti jarðarinnar Hrafnabjarga.   Hún er meðal stórfenglegustu náttúrufyrirbæra Austurlands. Talið er, að stóru björgin séu bergfyllur, sem féllu á skriðjökul, sem flutti þær fram dalinn og síðan bráðnað undan þeim. Þarna eru sléttir grasbalar og djúpar tjarnir milli bjarganna, sem eru á hæð við fjölbýlishús. Dyrfjöllin gnæfa yfir, tignarleg eins og frá öðrum sjónarhornum. Þarna er snjóþungt, þannig að snemmsumars má búast við talsverðum snjó. Bezt er að halda sig við merktar leiðir í Stórurð í þoku, því þar er villugjarnt við slík skilyrði. Merkt leið liggur frá Stórurð til þjóðvegarins í Ósfjalli, önnur upp á Vatnsskarð og tvær til Borgarfjarðar eystri. Önnur liggur upp urðina og um Eiríksdalsvarp og niður að Hólalandi innst í Borgarfirði eystri, en hin yfir Mjóadalsvarp og um Grjótdalsvarp niður í Bakkagerði. Ganga um þessar slóðir er einn hápunktanna í gönguferðum um Víknaslóðir.

Myndasafn

Í grennd

Borgarfjörður eystra
Borgarfjörður eystra er nyrstur fjarða, sem ganga inn í Austfjarðahálendið. Borgarfjörður liggur á mótum blágrýtissvæðis og líparítsvæðis og má þar fi…
Egilsstaðir og Fellabær
Egilsstaðir og Fellabær eru á Fljótsdalshéraði, en þar er eitthvert veðursælasta svæði landsins, minnir helzt á meginlandsloftslag. Egilsstaðahrepp…
Sögustaðir Austurlandi
Ýmsir staðir tengdir sögu landsins Aðalból Álfaborg Álfatrú Álftafjörður Ás í Fellum Ás í Fellum Áskirkja …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )