Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Húsavík Loðmundarfjörður

Borgarfjörður Eystri

Húsavík er lítil vík norðan Loðmundarfjarðar með Kolbeinsnes að norðan og Hafnarnes að sunnan. Í  miðri víkinni er Húsavíkurkambur, sem skiptir víkurbotninum í tvo sveigmyndaða reiti. Víkurá rennur um u.þ.b. 6 km langan dal og víða í fjöllunum er ríólít. Mikið er af fallega sorfnum steinum í fjörunni.

Allt fram á miðja 20. öld voru fjögur býli í byggð í dalnum. Þeirra stærst var kirkjustaðurinn Húsavík, sem var metin dýrasta jörð á Íslandi á öldum áður. Hún fór síðust í eyði árið 1973. Hinn 5. marz 1938 fuku öll bæjarhúsin með fólki og fénaði niður fyrir sjávarbakkann í foráttuveðri. Allir komust af lítt meiddir, sem þykir ganga kraftaverki næst.

Katólsku kirkjurnar í Húsavík voru helgaðar Maríu guðsmóður og kirkjan, sem stendur þar nú, var byggð 1937-1939. Þetta er lítið trékirkja með sætum fyrir 25-20 manns og litlu klukknaporti. Hún skemmdist í veðurhamnum 1938 en stóð þó á grunninum. Í henni er skírnarskál úr tini og ártalinu 1685 og tveir koparstjakar frá svipuðum tíma. Tvenn gömul altarisklæði, gamall hökull og rykkilín úr kirkjunni eru í Þjóðminjasafni.

Veðrun og landbrot hafa brotið niður hluta af gamla kirkjugarðinum sem stendur á sjávarbakkanum, skammt frá kirkjunni, þannig að kistubrot og bein hafa verið að koma í ljós. Húsavík var allstór verstöð forðum og allt til 1930. Þar höfðu Færeyingar bækistöð á sumrin. Ágætur jeppavegur liggur frá Borgarfirði eystri um Húsavíkurheiði til Húsavíkur og áfram um Nesháls til Loðmundarfjarðar.

 

Myndasafn

Í grennd

Borgarfjörður eystra
Borgarfjörður eystra er nyrstur fjarða, sem ganga inn í Austfjarðahálendið. Borgarfjörður liggur á mótum blágrýtissvæðis og líparítsvæðis og má þar fi…
Sögustaðir Austurlandi
Ýmsir staðir tengdir sögu landsins Aðalból Álfaborg Álfatrú Álftafjörður Ás í Fellum Ás í Fellum Áskirkja …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )