Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Víknaslóðir

Borgarfjörður Eystri
Mynd: Sigríður Rósa Magnúsdóttir

Gönguleiðir um Víknaslóðir á Austfjörðum

Víkur ná yfir Álftavík, Húsavík, Herjólfsvík, Litluvík, Breiðuvík, Svínavík, Kjólsvík, Glettingsnes, Hvalvík og Brúnavík á milli Loðmundarfjarðar og Borgarfjarðar eystri. Há og sæbrött fjöll skilja þær að og ferðir á landi á þessum slóðum voru erfiðar og auðveldustu aðdráttarleiðir voru á sjó meðan byggð var í Víkunum. Nú eru þær allar í eyði en lengst var búið til 1973 í Húsavík, þar sem voru flest 4 býli. Búið var í Álftavík til 1904, í Litluvík, (Litlu-Breiðuvík) til 1945, í Breiðuvík til 1947, í Kjólsvík til 1938, á Glettingsnesi til 1952 (viti frá 1937) og í Brúnavík til 1944. Í Hvalvík var stopul byggð, síðast 1842.

Víkurnar eru í Borgarfjarðarhreppi og þar voru allt að 11 bæir í byggð fyrrum. Þetta landsvæði er nú meðal vinsælustu og fegurstu göngusvæða landsins.

1. Borgarfjörður – Brúnavík um Brúnavíkurskarð (400m)
2 klst. 4,5 km.
Fremur létt ganga, en nokkuð bratt á köflum niður í Brúnavík. Greinilegur gamall stígur um graslendi og mela. Áður aðalleiðin til Brúnavíkur.
Gengið er frá sjónvarpsmastri á Hamri. Mjög gott útsýni til Dyrfjalla og yfir allan Borgarfjörð.

2. Borgarfjörður – Brúnavík um / Hofstrandarskarð ( 321m)
3 klst. 7,3 km.
Létt ganga eftir grófri jeppaslóð yfir skarðið og um gras- og votlendi út víkina.

Lagt af stað frá Hólahorni við Hofstrandarsand. Gengið að hluta upp mjög grófan jeppaveg. Á vinstri hönd er Helgárgil, mjög litfagurt líparítgil.

Þegar komið er yfir skarðið er hægt að stytta sér leið með því að halda niður með læk vinstra megin við veginn. Jeppavegurinn nær niður að Brotagili en þar greinast gönguleiðirnar annars vegar út víkina og hinsvegar yfir Súluskarð. Athugið að út víkina eru talsverðar mýrar. Í Brúnavík gæti vantað stikur inn á milli því hross vilja gjarnan éta þær.

3. Borgarfjörður – Breiðavík um Gagnheiði
4 – 5 klst. 12 km.

Létt ganga, að mestu eftir greiðfærri jeppaslóð. Var áður aðalleiðin til Breiðuvíkur og víða eru fallegar gamlar vörður á leiðinni. Gott útsýni er af Gagnheiði og þar er hringsjá sem Ferðamálahópurinn gerði 1999.

Mjög gott er þó að hefja leiðina við Hólahorn og ganga þaðan inn eftir Hólunum og líta á tvö málverk Kjarvals sem komið hefur verið fyrir nærri þeim stöðum sem hann málaði þau rétt fyrir 1950. Frá Hólatjörn, þar sem annað verkið er, er svo gengið upp með Mæli og komið inn á veginn hjá Fagrahól. Þessi leið er bara stikuð að málverkunum. Sunnan í Gagnheiði má líka ganga aðrar leiðir en eftir veginum. Milli Efri- og Neðri-Hesta er sérkennilegur foss eða flúðir.

4. Brúnavík – Breiðavík um Súluskarð
3,5 – 4,5 klst.

Fremur létt ganga. Vaða eða stikla þarf yfir ós Brúnavíkurár, en síðan er gengið að mestu um mela og gróið land. Gengið um Súluskarð (359 m) og Fremravarp (450m).

Sandfjaran fyrir botni Brúnavíkur er mjög sérstakur og einnig líparítklettarnir ofan við fjöruna.  Þarna þarf að gera ráð fyrir góðum tíma til að rölta um fjöruna.   Leiðin frá fjörunni liggur upp með læk fyrir miðjum sandinum.

4a. Brúnavík
0,5 klst.

Létt tengileið milli leiða 2 og 4 um gróið land og mela. Göngubrú er á Brúnavíkurá skammt frá Brotagili.

1-4.  Borgarfjörður – Breiðavík um Brúnavíkurskarð og Súluskarð.
6-7 klst. 14 km.

5. Súluskarð – Glettingsnes
1,5 – 2 klst.

Fremur erfið ganga um grófar skriður út Hvalvík og brattar grasbrekkur niður á Glettingsnes. Hált í bleytu. Ekki fyrir óvant göngufólk eða lofthrædda.

Á fyrri hluta 20. aldar var komið fyrir staurum með stálvír upp snarbratta hlíðina af Gletting upp Gjá til stuðnings fyrir vegfarendur.  Staurarnir eru þar flestir ennþá en vírinn er horfinn.

6. Þrándarhryggur – Kjólsvík um Kjólsvíkurskarð
2,5 – 3 klst.

Fremur létt ganga eftir melum og grónu landi. Farið af leið 3 á Þrándarhrygg, yfir Kjólsvíkurskarð (425 m) og út að gamla bæjarstæðinu.  Nokkuð bratt er upp í skarðið en þægilegt niður Kjólsvíkurmegin.

Krossgötur eru á Kjólsvíkurmelum en þaðan er gengið út Hallið og út eftir Háuhlaup og Láguhlaup.  Kjólsvíkurbærinn er falinn út við sjó undir bröttum skriðum Glettings.   Sést hann ekki fyrr en komið er rétt að honum.   Ganga niður í fjöruna neðan við bæinn er skemmtileg og þá sést vel út að vitanum á Glettingsnesi.  Áður fyrr var hægt að ganga fjöruna undir Glettingnum út á Glettingsnes á háfjöru í lágdauðum sjó en nú er það talið alveg ófært sökum hruns og ágangs sjávar.   Þarna er líka alltaf hætta á hruni úr bjarginu.

6a. Kjólsvík – Kjólsvíkurvarp
½ klst.

Tengileið úr Kjólsvíkurvarpi inn á leið 6 úti í Kjólsvík. Talsverður hliðarhalli á kafla, en mjög góðar fjárgötur.

Oft er gengið norður á Gletting og Kjólsvík þegar dvalist er tvær nætur í Breiðuvík.  Þá er gott að taka þessa leið til baka en þetta er auðveldasta leiðin milli Breiðuvíkur og Kjólsvíkur.

Ef farið er á Glettingskoll er þægilegast að fara leið 4 úr Kjólsvíkurvarpi niður að Svarðarmel og þaðan beina leið upp yfir Háuhlaup upp undir Víðidalsskarð og svo þaðan upp á klettana utan við skarðið og áfram út röðina upp á Glettingskollinn.   Til baka sömu leið niður undir Víðidalsskarðið en svo niður hrygginn hægra megin við Glettingsdalinn.   Þar er auðveld fjárgata niður bratta hlíðina.  Leiðin á Gletting er ekki stikuð en útsýni þar er mjög gott.

7. Borgarfjörður – Breiðavík um Víknaheiði
2 ½ – 3 klst.

Létt ganga að mestu eftir gamalli jeppaslóð í hlíðum Hvítserks og yfir Víknaheiði (260m). Einnig má taka leið 10 að hluta og áfram 10a um Urðarhóla inn á leið 7 við Gæsavötn.

Ef þessi leið er gengin, frá Breiðuvík til Borgarfjarðar, er best að taka leið 10b á Víknaheiði og ganga þannig um Urðarhóla, skemmtilegt líparítframskrið.

7. Breiðavík – Húsavík
4 – 5 klst.

8. Borgarfjörður – Loðmundarfjörður „háls og heiði“
8a. Þverárbrú – Húsavíkurskáli.
3 – 4 klst. 11 km.

Létt ganga, að mestu á góðum jeppavegi, um Húsavíkurheiði (477 m).
Hér má fara á nokkrum stöðum út fyrir bílveg en þó er bent á að kynna sér svæðið vel áður.

8b. Húsavíkurskáli – Húsavíkurbær
1 klst.

Gengið að mestu eftir góðum jeppavegi. Vaða eða stikla þarf eina litla á, Dallandsá.

Skemmtileg ganga en gott er að reikna með 2,5 – 3 klst í hana. Húsavíkurkirkja er lítil snotur bændakirkja sem alltaf er opin. Bænum í Húsavík er vel við haldið og er nýttur mikið af eigendum yfir sumartímann. Virðið reglur um umferð á svæðinu. Fallegt er að ganga frá kirkjunni út á sjávarbakkan og niður að gamla kirkjugarðinum á bakkanum en hann er frægur fyrir það að undanfarna áratugi hefur verið að brotna af garðinum og í ljós koma kistur og mannabein. Þetta hefur þó minnkað mikið síðustu árin.

8c. Húsavíkurskáli – Stakkahlíð
4 – 5 klst. 12 km.

Nokkuð létt ganga eftir jeppavegi upp á Nesháls (435m), en þaðan að mestu eftir melum og grónu landi.

Af Neshálsi er ágætt að fara út af vegi og inn að Hryggjarbrekku og þaðan niður að Nesi. Hægt er svo að ganga inn bakkana og þannig að sleppa að miklu leiti við akveginn. Þessi leið er lítið stikuð svo rétt er að fylgja vegi ef þoka er.

9. Borgarfjörður – Loðmundarfjörður

10. Urðarhólar
1 –1,5 klst. 2,4 km.
Létt hringleið um mýrlendi og mela að Urðarhólum, fallegu líparítframhlaupi og Urðarhólavatni. Tæplega 1 km milli endastaura eftir góðum jeppavegi.

10a. Urðarhólar – Víknaheiði
1/2 klst. 1,8 km
Létt tengileið eftir móum og melum frá Urðarhólavatni inn á leið 7 við Innra-Gæsavatn. Við mælum eindregið með þessari leið ef farið er yfir Víknaheiði milli Borgarfjarðar og Breiðuvíkur.

11. Hólaland – Stórurð
5 klst. 12,6 km.

Fremur létt ganga, fyrst 6,5 km eftir lokaðri jeppaslóð að Grjótfjalli og síðan að mestu eftir melum um Eiríksdalsvarp og Lambamúla (670 m). Komið í Stórurð ofarlega.

Best er að fylgja sem mest jeppaslóðinni en þó má stytta sér leið á nokkrum stöðum. Í góðu veðri má til dæmis stytta sér leið með því að fara ekki yfir Miðá heldur ganga með hlíðum Tindfells alveg upp í Eiríksdalsvarp. Úr Eiriksdalsvarpi og úr Tröllabotnum sést mjög vel saga Dyrfjalla því glöggt má sjá öskjubarminn og móbergið sem fellur að honum.

Athugið að það er vel merktur hringur um Urðina og þar er gestabók.

12. Bakkagerði – Stórurð
4 – 5 klst.
Nokkuð erfið ganga, að stórum hluta um mela og urðir. Gengið frá Bakkagerði um Efra-Grjótdalsvarp (622 m) og um Mjóadalsvarp niður í Stórurð.

Erfiðasti hluti leiðarinnar er fyrir botni Urðardals í Njarðvík en þar er gengið um brattar og mjög grófar skriður. Þann hluta má flokka sem 3ja skóa leið. Annar hluti leiðarinnar er nokkuð greiðfær.

Athugið að það er vel merktur hringur um Urðina og þar er gestabók.

13. Vatnsskarðsvegur – Stórurð
2,5 klst. 7,1 km.

Hækkun um 150m. Fremur létt ganga neðan Rjúpnafells. Komið inn í Stórurð neðarlega.

Athugið að það er vel merktur hringur um Urðina og þar er gestabók.

14. Vatnsskarð (431 m) – Stórurð
2,5 klst. 6,5 km.

Fremur létt ganga, að mestu leyti um mela og urðir. Gengið yfir Geldingafjall (640 m) og inn vestan við Súlur. Mjög gott útsýni á leiðinni yfir Njarðvík, Fljótsdalshérað og Stórurð.

Fyrsta brekkan upp úr skarðinu er nokkuð stíf en eftir það er aflíðandi halli upp á Geldingafjallið, hækkun um 210 m.

Ef þið ætlið bara að fara skotferð í Stórurð og til baka í bílinn aftur þá mælum við eindregið með því að fara af Vatnsskarði. Ágætt er að fara í hring, þ.e. byrja á Vatnsskarði leið 14 og fara svo til baka leið 13. Þá þarf að vísu að ganga upp og sækja bílinn en það er ekki löng leið.

Til ferðar í Stóruð er gott að hafa heilan dag því hægt er að dvelja þar heilan dag og skoða svæðið.

Athugið að það er vel merktur hringur um Urðina og þar er gestabók.

15. Unaós Stapavík Njarðvík
15a. Unaós – Stapavík. 1,5 klst. 5 km.

Létt ganga í fallegu umhverfi út með Selfljóti.

Létt ganga frá Unaósi út með Selfljótinu. Á leiðinni má m.a. sjá fallegar veghleðslur með kerruvegi sem gerður var á fyrri hluta 20. aldar. Eiðaver er rétt innan við ósinn. Þar hafði Margrét ríka á Eiðum í veri á 16. öld. Þar mótar fyrir rústum og þar rétt hjá eru beitarhústóftir frá Unaósi. Þar nálægt má finna mjög sjaldgæfar plöntur svo sem maríuvött, súrsmæru, gullsteinbrjót og brenninetlu.

Krosshöfði er við ósa Selfljótsins. Þar var verslunarstaður í byrjun 20. aldarinnar og þar og í Stapavík, aðeins utar með ströndinni, var skipað upp vörum til úthéraðsmenna fram á fimmta tug aldarinnar. Ennþá má sjá tóftir og mynjar frá þessum tímum.

15b. Stapavík – Njarðvík. 2 – 2,5 klst.

Nokkuð létt ganga um Gönguskarð (415 m), að stórum hluta eftir gömlum reiðleiðum. Þetta var aðalleiðin milli Borgarfjarðar og Héraðs þar til akvegur kom um Vatnsskarð árið 1955.

Úr Gönguskarði sér vel norður eftir ströndinni alla leið til Langaness. Brött skriða er niður í Göngudal og talsverðar bleytur eru ofarlega í dalnum. Hoppa þarf yfir Göngudalsánna á góðu vaði.

Þegar komið er niður að girðingu er haldið út með henni og gengið meðfram hlöðnum torfgarði, Þorragarði, sem talið er að hafi verið hlaðinn rétt fyrir árið 1000. Um hann getur í Gunnars sögu Þiðrandabana en sögusvið hennar er einmitt í Njarðvík og á þessari gönguleið. Við enda Þorragarðs er stórt upplýsingaskilti sem segir frá tilurð garðsins. Garðurinn endar við bæinn Hlíðartún og oftast fara menn í bíla hér.

16. Geitavík – Hrafnatindur – Bakkagerði
2,5 klst. 4,8 km.

Þægileg ganga, mest um mela og skriður.

Frábært útsýni yfir Borgarfjörð alla leiðina. Frá Hrafnatindi (390 m) er tæprar klst. ganga á Geitavíkurþúfu (ekki stikað).

Frá Geitavík er gengið fyrst beint á brekkuna upp með Grafgilinu. Síðan er haldið upp á Kúahjalla sem er sléttur hjalli í miðju fjalli. Gengið er eftir honum og síðan upp í Kúabotna og þaðan upp á Hrafnatind.   Niður er svo gengið eftir Hrafnatindseggjum niður að Bakkárgili.   Í því eru fallegar jarðmyndanir og fossar.   Síðan er gengið niður með Bakkaá og út á veg hjá Árbæ.

16a. Smalakofi Kjarvals
½ klst.

Frá minnisvarða Kjarvals, um graslendi og móa. Fyrst um 200 m eftir leið 16 og þaðan skáhallt upp undir rætur Kúahjalla.   Þar eru rústir af litlum steinkofa sem Kjarval byggði sér í æsku er hann dvaldi hér og gætti fjár.  Lítið er þó eftir annað en steinhrúga en þó sést vel form kofans.   Gott útsýni yfir sveitina.

5 – 6 klst. 12 km.

Um Hjálmárdalsheiði (550 m) sem var áður aðalleið milli fjarðanna. Bratt er upp efstu brekkur í Seyðisfirði. Vaða eða stikla þarf tvær óbrúaðar ár, en brú er á Fjarðará í Loðmundarfirði, innan við Sævarenda. Víða eru vörður á leiðinni og gestabók er í vörðu á háheiðinni. Á Sævarenda er æðarvarp. Sýnið því tillitssemi og fylgið merkta stígnum og gætið þess að styggja ekki fuglinn.

Lagt er af stað frá vegi við Kollsstaði. Gengið er skáhallt upp góðar götur en nokkuð brattar á köflum. Vaða eða stikla þarf Selsstaðaá uppi í Kolsstaðadal. Þegar komið er yfir heiðina og niður í Hjálmárdal þarf að vaða Hjálmá. Rétt ofan við vaðið fellur áin í mjórri rennu og ef lítið er í henni er auðvelt að hoppa þar yfir.
Þegar farið er yfir brúnna á Fjarðará væri hægt að taka hringinn inn að Klyppsstaðakirkju og ganga svo út hlíðina út að Stakkahlíð en flestir gista þar.

Loðmundarfjörður hefur upp á mjög margt að bjóða og einn aukadag í þessari fallegu sveit er vel þess virði að skoða.

Sannir göngumenn skilja aðeins sporin sín eftir og taka aðeins með sér minningarnar!

VÍKNASLÓÐIR – GPS HNIT

Hnitin eru við upphaf allra gönguleiða, á nær öllum krossgötum og í fjallaskörðum á gönguleiðunum.

Hnitin eru birt án ábyrgðar og komi villur í ljós, er vel þegið að þær verði tilkynntar. Þau eiga að vera skv. WGS 84 kerfinu, en hugsanlega eru einhver þeirra í Hjörsey55 kerfi.

Númerin framan við hnitin vísa til gulu GPS merkinganna á göngukortunum, sem komu út árið 2003.

The co-ordinates are at the beginning of all hiking trails, in most mountain passes, and at most crossings. They are published without guaranty of accuracy. The numbers coincide with the numbers in the yellow frames of the maps.

1 Vatnsskarð – bílaplan 65°33,71 N 013°59,56 W
Horn við Súlur 65°31,57 N 014°00,44 W
2 Mjóadalsvarp – gatnamót 65°31,01 N 013°59,34 W 6 að Vatnsskarði
3 Stórurð – neðri flötur 65°30,88 N 013°59,79 W
4 Beygja syðst í Ósfjalli 65°33,43 N 014°01,85 W 7,1 km að Urð
5 Unaós – beygja 65°34,62 N 014°01,45 W 5,0 að Stapavík
6 Stapavík – gatnamót 65°36,02 N 013°58,18 W 5,0 að Unaósi
7 Gönguskarð 65°35,41 N 013°56,43 W
8 Hlíðartún – skilti við Þorragarð 65°34,40 N 013°53,62 W
9 Minnisvarði Kjarvals við Geitavík 65°32,56 N 013°49,60 W 4,8 km hringur
10 Við Hrafnatind 65°32,24 N 013°51,46 W
11 Árbær 65°31,52 N 013°49,54 W 4,8 km hringur
12 Bakkamelur – við kirkjugarð 65°31,52 N 013°49,25 W
13 Efra-Grjótdalsvarp 65°31,70 N 013°54,70 W
14 Lambamúli – hæst 65°30,04 N 013°58,56 W 9,8 km að Hólalandi
15 Eiríksdalsvarp 65°28,93 N 013°58,45 W 7,5 km að Hólalandi
16 Gatnamót við línuveg um Sandaskörð 65°28,40 N 013°58,26 W 6,5 km að Hólalandi
17 Hólaland 65°28,19 N 013°51,65 W 12,6 km í Stórurð
18 Hamar – við endurvarpsstöð 65°31,85 N 013°45,88 W 4,5 km að skýli
19 Brúnavíkurskarð 65°31,76 N 013°42,97 W 2,7 km að Hamri
20 Brúnavík – Skýli 65°31,61 N 013°41,24 W
21 Brotagil – gatnamót inni í Brúnavík 65°31,30 N 013°41,59 W RANGT HNIT
22 Hofstrandarskarð 65°30,91 N 013°43,78 W
23 Hólahorn við Hofstrandarsand 65°31,15 N 013°46,59 W 7,3 að skýli.
24 Glettingsnes – viti 65°30,60 N 013°36,50 W
25 Súluskarð – gatnamót 65°30,27 N 013°40,51 W
26 Gatnamót ofan Kjólsvíkur 65°34,08 N 013°37,15 W RANGT HNIT
27 Kjólsvíkurvarp – gatnamót 65°28,95 N 013°39,13 W
28 Kjólsvíkurbær 66°29,56 N 013°37,07 W
29 Gatnamót á Láguhlaupum í Kjólsvík 65°29,30 N 013°38,15 W
Grenmór 65°28,84 N 013°37,90 W
Kaplaskarð 65°28,44 N 013°38,05 W
30 Víðidalsskarð 65°30,12 N 013°38,57 W
31 Kjólsvíkurskarð 65°29,73 N 013°41,57 W
32 Upphaf Breiðuvíkurvegar við Fjarðará 65°30,94 N 013°47,58 W 12 km að skála
Skjólsteinn 65°30,48 N 013°46,10 W
Fagrihóll 65°30,22 N 013°44,92 W
33 Gatnamót á Þrándarhrygg 65°29,58 N 013°43,68 W
34 Gagnheiði við hringsjá 65°29,17 N 013°42,70 W
35 Breiðuvíkurskáli 65°27,87 N 013°40,33 W
Litlavík – bæjartóftir 65°27,38 N 013°40,00 W
Litluvíkurskriður- miðrákin – norðan 65°26,88 N 013°39,48 W
Litluvíkurskriður- miðrákin – sunnan 65°26,66 N 013°39,11 W
36 Skarð við Mosfell 65°26,36 N 013°42,23 W
37 Herjólfsvíkurvarp 65°25,70 N 013°42,72 W
38 Gatnamót við Gæsavötn 65°26,86 N 013°45,90 W 1,9 að Urðarhólum
39 Gatnamót á Krossmelum 65°26,06 N 013°46,72 W
40 Urðarhólar – upphaf efri leiðar 65°26,83 N 013°48,30 W 3,1 km. hringur
Urðarhólar – krossgötur við vatnið 65°25,20 N 013°47,85 W
41 Urðarhólar – upphaf neðri leiðar 65°27,19 N 013°49,22 W 3,1 km. hringur
42 Húsavíkurheiði 65°25,73 N 013°45,61 W
43 Gatnamót hjá karlinum í Húsavík 65°24,07 N 013°43,68 W
44 Húsavíkurskáli 65°23,68 N 013°44,42 W
45 Húsavíkurbær 65°24,46 N 013°40,69 W
46 Álftavíkurskarð 65°23,45 N 013°40,12 W
Álftavík 65°23,00 N 013°39,54 W
47 Nesháls 65°22,47 N 013°49,59 W ATH-ekki nákvæmt.
48 Stakkahlíð 65°22,13 N 013°52,02 W
49 Klyppsstaður 65°21,87 N 013°54,18 W
50 Bárðarstaðir 65°20,57 N 013°58,15 W
51 Brú á Fitjum 65°23,46 N 013°51,82 W
52 Kækjuskörð 65°25,09 N 013°51,54 W
Álfakirkjan í Kækjudal 65°25,38 N 013°51,77 W
Kollur í Kollutungum 65°27,33 N 013°50,72 W
53 Þverárbrú 65°27,72 N 013°51,06 W
54 Hjálmárdalsheiði – gestabóksvarða 65°19,14 N 013°53,49 W
Hjálmárdalsheiði 65°19,02 N 013°54,43 W
55 Kolsstaðir 65°17,94 N 013°54,48 W
56 Seyðisfjörður – torg 65°15,58 N 014°00,41 W
57 Háubakkar 65°16,72 N 014°00,25 W
58 Vestdalsvatn – sunnanvert. 65°17,41 N 014°06,40 W
59 Gilsárteigur – brú 65°22,35 N 014°19,28 W
60 Minnisvarði við Neðri-Stafi 65°13,87 N 014°04,79 W
61 Skíðaskáli í Stafdal 65°14,38 N 014°06,76 W
62 Skýli við Heiðarvatn 65°15,24 N 014°11,88 W
63 Norðurbrún – varða 65°16,19 N 014°17,05 W
64 Fardagafoss – upphaf leiðar 65°16,06 N 01419°,96 W
65 Þórarinsstaðir – endi flugvallar 65°17,51 N 013°50,68 W
66 Austdalur – rústir 65°16,97 N 013°46,91 W
67 Bæjarstæði – rústir 65°16,98 N 013°44,81 W
68 Skálanes ( bærinn) 65°17,66 N 013°42,36 W
69 Brú yfir Bjarglandsá við Sandbrekku 65°32,38 N 014°07,34 W
70 Endastöð við Heyskála. 65°34,74 N 014°04,14 W
71 Stekkamelar við Gagnstöð 65°35,07 N 014°08,53 W
72 Hóll – ferja 65°36,48 N 014°16,10 W
73 Húsey-ferja 65°36,59 N 014°16,27 W
74 Húsey – bær 65°38,05 N 014°16,64 W

Myndasafn

Í grennd

Borgarfjörður eystra
Borgarfjörður eystra er nyrstur fjarða, sem ganga inn í Austfjarðahálendið. Borgarfjörður liggur á mótum blágrýtissvæðis og líparítsvæðis og má þar fi…
Húsavík Loðmundarfjörður
Húsavík er lítil vík norðan Loðmundarfjarðar með Kolbeinsnes að norðan og Hafnarnes að sunnan. Í  miðri víkinni er Húsavíkurkambur, sem skiptir víkur…
Loðmundarfjörður
Loðmundarfjörður gengur inn úr Seyðisfjarðarflóa milli Álftavíkurfjalls að norðan og Brimnesfjalls að      sunnan. Hann var sérstakur hreppur til 1. …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )