Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Kjólsvík

Kjólsvík er lítil vík milli Glettings og Grenmós. Hún er stutt, undirlendi er lítið og berghlaup   setja mikinn svip á landslagið.

Samkvæmt munnmælum, var undirlendið slétt og fagurt og uppi á Víðidalsfjalli var stöðuvatn. Nótt eina klofnaði fjallið um vatnið og hljóp fram yfir undirlendið. Þetta berghlaup heitir nú Háuhlaup ofantil en Láguhlaup neðantil.

Umhverfi bæjarins í Kjólsvík var hrikalegt, þar sem hann stóð undir snarbröttum hlíðum Glettings sunnanverðum úti við sjó. Ofan bæjarins var kletturinn Kjóll, sem víkin dregur nafn sitt af. Í fornu máli þýddi orðið kjóll skip (kjöl). Þessi klettur varði bæinn fyrir berghlaupum. Þarna voru og eru enn góð beitarlönd fyrir sauðfé, því land er velgróið og snjólétt. Kjólsvíkurbærinn fór í eyði 1938.

Myndasafn

Í grennd

Borgarfjörður eystra
Borgarfjörður eystra er nyrstur fjarða, sem ganga inn í Austfjarðahálendið. Borgarfjörður liggur á mótum blágrýtissvæðis og líparítsvæðis og má þar fi…
Sögustaðir Austurlandi
Ýmsir staðir tengdir sögu landsins Aðalból Álfaborg Álfatrú Álftafjörður Ás í Fellum Ás í Fellum Áskirkja …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )