Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Glettingsnes

Glettingsnes er láglendur smátangi milli Kjólsvíkur og Hvalvíkur norðan hins snarbratta fjalls Glettings.  var afskekktasti bærinn í Borgarfjarðarhreppi og gönguleiðin þangað varasöm á veturna.

Á fyrri hluta 20. aldar var komið fyrir vaði til stuðnings í brekkunni niður á nesið og enn þá sjást merki um hann.

Útræði var mikið frá nesinu fyrrum, því skammt er þaðan til gjöfulla fiskimiða. Norðan til á nesinu er nokkuð góð lending, þótt brimasamt sé. Vitinn á nesinu var byggður 1931. Steinhúsið ofarlega á nesinu var byggt 1933 fyrir vitavörð. Það hefur staðið mannlaust síðan 1952.

Myndasafn

Í grend

Borgarfjörður eystra
Borgarfjörður eystra er nyrstur fjarða, sem ganga inn í Austfjarðahálendið. Borgarfjörður liggur á mótum blágrýtissvæðis og líparítsv ...
Sögustaðir Austurlandi
Ýmsir staðir tengdir sögu landsins Aðalból ...

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )