Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Stapavík

Stapavík er lítil vík, skammt frá ósum Selfljóts, utan Unaóss í Hjaltastaðaþinghá. Víkin er umgirt  hamraveggjum og hún tengist verzlunarsögu Borgarfjarðar eystri og Héraðs. Á Krosshöfða, skammt frá Stapavík, var árið 1902 löggilt verzlunarhöfn og þar verzluðu bændur frá Borgarfirði eystri og Héraði fram eftir öldinni. Þegar lendingin við Krosshöfðann varð ófær vegna sandburðar á þriðja áratug aldarinnar var uppskipunin flutt til Stapavíkur og þar reist handknúið spil. Aðstaðan í Stapavík varð aldrei góð og uppskipun á Krosshöfða og í Stapavík var endanlega hætt 1945. Lendingin í Stapavík hefur versnað á síðustu árum vegna sandburðar.

Myndasafn

Í grend

Borgarfjörður eystra
Borgarfjörður eystra er nyrstur fjarða, sem ganga inn í Austfjarðahálendið. Borgarfjörður liggur á mótum blágrýtissvæðis og líparítsv ...
Sögustaðir Austurlandi
Ýmsir staðir tengdir sögu landsins Aðalból ...

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )