Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Vopnafjörður

Vopnafjörður

Vopnafjörður er kauptún á austanverðum Kobeinstanga í innanverðum Vopnafirði, sem kauptúnið dregur nafn sitt af. Þar hefur verið verzlunarstaður frá fornu fari og nú eru fiskiðnaður og útgerð ásamt verzlun meginatvinnuvegirnir.

Sögusvið margra skáldsagna Gunnars Gunnarssonar er á heiðunum inn af firðinum og á aldarafmæli skáldsins árið 1989 var afhjúpaður minnisvarði um hann á Vopnafirði.

Góð og fjölbreytt afþreying er í boði fyrir ferðamenn á Vopnafirði og af mörgu er að taka. Tiltölulega stutt er í góðar laxveiðiár og veiðivötn og má t.d. nefna Hofsá, Selá. Vesturdalsá, og Heiðarvötn.

Gisti- og veitingaþjónusta er góð og reglulegar samgöngur eru á landi og í lofti til og frá stöðum á Norður- og Austurlandi, sem tengjast svo höfuðborgarsvæðinu.

Vegalengdin frá Reykjavík er um 620 km.

Myndasafn

Í grend

Bjarnarey
Úti af Kollumúla, milli Vopnafjarðar og Héraðsflóa, er lítil 9 ha eyja, Bjarnarey. Vitinn þar var reistur  1917 og endurnýjaður 1946. Eyjan er algróin…
Bustarfell
Bustarfell er bær undir samnefndu felli í Hofsárdal í Vopnafirði. Þjóðvegur # 85 liggur eftir klettabelti þess, sem er 6-7 km langt, endilöngu. Uppi á…
Ferðavísir
Ferðavísirinn nýtist við undirbúning góðrar ferðar. Hann sýnir gistingu, tjaldstæði, skoðunarverða staði, ferðir um hálendið, ferðaáætlanir, veiði, go…
Hellisheiði eystri
Hellisheiði liggur hæst 656 m á leiðinni milli Fljótsdalshéraðs og Vopnafjarðar. Miklar vegabætur fóru   þar fram skömmu fyrir síðustu aldamót. Sé kom…
Hof í Vopnafirði
Hof er kirkjustaður og prestssetur í Hofsárdal í Vopnafirði. Þar voru katólskar allraheilagrakirkjur. Kirkjan á Hofi hefur verið útkirkja frá Vopnafir…
Jökuldalsheiði
Jökuldalsheiði er víðast í nánd við 500 m yfir sjó og er u.þ.b. 60 km löng á milli Þríhyrningsfjallgarðar, Þjóðfells og Súlendna að vestan og hábrúna …
Kirkjur á Austurlandi
Listi yfir flestar kirkjur landshlutans Ás í Fellum …
Teigur í Vopnafirði
Teigur er rétt við þjóðveginn í Hofsárdal, þar sem hann sveigir upp á Fossheiði í átt að hringveginum á  . Sigurður Þórarinsson (1912-1983), jarðfræði…
Tjaldstæðið Vopnafjörður
Sögusvið margra skáldsagna Gunnars Gunnarssonar er á heiðunum inn af firðinum og á aldarafmæli skáldsins árið 1989 var afhjúpaður minnisvarði um hann …
Veiði Austurland
Stangveiði á Austurlandi. Hér er listi yfir flestar laxveiðiár og silungsár og -vötn. Laxveiði Austurlandi …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )