Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Bakkafjörður

Bakkafjörður

Kauptúnið Höfn er yzt við Bakkafjörð austanverðan. Kauptúnið er yfirleitt nefnt Bakkafjörður og varð löggiltur verslunarstaður árið 1885. Atvinnulíf byggist að mestu á sjósókn en einnig þjónustu við Skeggjastaðahrepp. Gamla bryggjan á Bakkafirði var áður eina viðleguaðstaða báta en þá þurfti að taka á land eftir róðra því höfnin gefur lítið skjól. Þar stendur enn gamall krani, sem var notaður í því skyni.

Ekið er fram hjá bænum Bakka þegar komið er ofan af Sandvíkurheiði í átt að Bakkafirði en þar bjó Afi á Knerri, aðalpersónan í Fjallkirkjunni eftir Gunnar Gunnarsson.

Í aprílbyrjun 2006 ákváðu íbúar Bakkafjarðar og Þórshafnar að sameina sveitarfélögin, þannig að framvegis telst kauptúnið með Norðurlandi.

Myndasafn

Í grend

Bakkavatn
Bakkavatn er í Skeggjastaðahreppi í N-Múlasýslu. Það er 0,33 km², grunnt og í 241 m hæð yfir sjó.   Lækur rennur úr því norður til Hölknár. Þjóðveg…
Skeggjastaðakirkja
Skeggjastaðakirkja er í Skeggjastaða-prestakalli í Múlaprófastsdæmi. eru bær, kirkjustaður og prestssetur við Bakkafjörð á Langa-nesströnd. Kirkjan,…
Sögustaðir Austurlandi
Ýmsir staðir tengdir sögu landsins Aðalból …
Veiði Austurland
Stangveiði á Austurlandi. Hér er listi yfir flestar laxveiðiár og silungsár og -vötn. Laxveiði Austurlandi …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )