Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Skeggjastaðakirkja

Skeggjastaðakirkja er í Skeggjastaða-prestakalli í Múlaprófastsdæmi.
skeggjastadakirkja eru bær, kirkjustaður og prestssetur við Bakkafjörð á Langa-nesströnd. Kirkjan, sem nú stendur, er úr timbri, byggð 1845, og því einhver elzta kirkja Austurlands. Hún tekur u.þ.b. 100 manns í sæti.

Þakið er úr timbri, rennisúð að utan en skarsúð að innan, póstaþil er inni. Það var enginn turn á kirkjunni upphaflega, en hann ásamt viðbyggingu bættist við, þegar hún var tekin til gagngerðrar viðgerðar 1961-62. Í viðbyggingunni er forkirkja og skrúðhús. Kirkjunni var lyft og hún stendur nú á steyptum grunni. Gréta og Jón Björnsson skreyttu hana og máluðu. Prédikunarstóllinn er danskur, líklega frá fyrri hluta 18. aldar. O. Knippel málaði altaristöfluna 1857.

Myndasafn

Í grennd

Borgarfjörður eystra
Borgarfjörður eystra er nyrstur fjarða, sem ganga inn í Austfjarðahálendið. Borgarfjörður liggur á mótum blágrýtissvæðis og líparítsvæðis og má þar fi…
Kirkjur á Austurlandi
Listi yfir flestar kirkjur landshlutans Ás í Fellum Áskirkja Bakkagerðiskirkja Bænhúsið á Núpsstað Berufjarðarkirkja …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )