Bakkavatn er í Skeggjastaðahreppi í N-Múlasýslu. Það er 0,33 km², grunnt og í 241 m hæð yfir sjó. Lækur rennur úr því norður til Hölknár.
Þjóðvegurinn (85) liggur skammt vestan vatnsins. Stór og góð bleikja er í vatninu. Stangafjöldi er ótakmarkaður. Netaveiði er fremur lítið stunduð í vatninu.
Vegalengdin frá Reykjavík er um 650 km og 30 km frá Vopnafirði.