Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Hof í Vopnafirði

Hof er kirkjustaður og prestssetur í Hofsárdal í Vopnafirði. Þar voru katólskar allraheilagrakirkjur. Kirkjan á Hofi hefur verið útkirkja frá Vopnafirði síðan 1905 og núverandi kirkja er frá 1902.

Eyvindur vopni, föðurbróðir Steinbjörns körts Refssonar, gaf honum land milli Hofsár og Vesturdalsár, þar sem hann bjó fríðu búi. Hann var eyðsluseggur og missti lönd sín til Þorsteins hvíta Ölvissonar, sem settist að á Hofi. Hofverjar eru komnir frá honum (sjá Þorsteins sögu hvíta og Vopnfirðinga).

Söguslóðir á Austurlandi

Enn þá sjást gamlar tóttir í landi Hofs, bæði innan túns og utan. Þar eru svonefnd Hoftótt og önnur sem kallast Hestarétt Brodd-Helga. Félagsheimili Vopnfirðinga, Staðarholt (1952), er í Hofslandi.

Sigurður Þórarinsson (1912-1983), jarðfræðingur, fæddist að Hofi. Teigur.

Myndasafn

Í grennd

Sögustaðir Austurlandi
Ýmsir staðir tengdir sögu landsins Aðalból Álfaborg Álfatrú Álftafjörður Ás í Fellum Ás í Fellum Áskirkja …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )