Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Bjarnarey

Úti af Kollumúla, milli Vopnafjarðar og Héraðsflóa, er lítil 9 ha eyja, Bjarnarey. Vitinn þar var reistur  1917 og endurnýjaður 1946. Eyjan er algróin, þar er fuglalíf fjörugt og selalátur og veiðar voru stundaðar til skamms tíma.

Búið var í eyjunni með hléum og við manntalið 1703 voru skráðir tveir ábúendur þar auk 10 manns í heimili. Jón Guðmundsson lærði bjó þar í útlegð 1632-35 til að forðast málssókn vegna galdra. Fisk- og hákarlaveiðar voru stundaðar frá Bjarnarey.
Veðurathugunarstöð er á eyjunni.

 

Myndasafn

Í grennd

Borgarfjörður eystra
Borgarfjörður eystra er nyrstur fjarða, sem ganga inn í Austfjarðahálendið. Borgarfjörður liggur á mótum blágrýtissvæðis og líparítsvæðis og má þar fi…
Egilsstaðir og Fellabær
Egilsstaðir og Fellabær eru á Fljótsdalshéraði, en þar er eitthvert veðursælasta svæði landsins, minnir helzt á meginlandsloftslag. Egilsstaðahrepp…
Sögustaðir Austurlandi
Ýmsir staðir tengdir sögu landsins Aðalból Álfaborg Álfatrú Álftafjörður Ás í Fellum Ás í Fellum Áskirkja …
Vopnafjörður
Vopnafjörður er kauptún á austanverðum Kobeinstanga í innanverðum Vopnafirði, sem kauptúnið dregur nafn sitt af. Þar hefur verið verzlunarstaður frá f…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )