Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja
  • Homepage
  • >
  • Suðurland, ferðast og fræðast

Suðurland, ferðast og fræðast

Mörk þessa svæðis eru hér dregin frá Hveragerði til Hafnar í Hornafirði. Suðurland er bæði fjöl- og strjálbýlt. 

Milli Hafnar og Markarfljóts er landrými af skornum skammti til búskapar, en vestar er stærsta landbúnaðarhérað landsins og nokkrir þéttbýlisstaðir. Landslag er bæði hálent og láglent. Einkennandi fyrir Suðurland er hin sendna og flata strandlengja. Þaðan var sjósókn stunduð um aldir og rekaviði safnað.

Fjöldi skipa og báta hefur strandað og farizt fyrir Suðurströndinni og margir skipskrokkar grafizt í sandinn. Margar fegurstu náttúruperlna landsins er að finna í fjöllunum meðfram ströndinni og í uppsveitum vesturhlutans. Jöklum prýtt fjalllendið býr yfir einhverjum mestu eldfjöllum og gossprungum landsins, stórum og smáum ríólítinnskotum og móbergsfjöllum. Mikinn jarðhita er að finna frá austanverðri miðju svæðisins til vesturs. Atvinnulífið er fjölbreytt. Fiskveiðar og fiskverkun eru stundaðar frá þremur höfnum, landbúnaður er mikilvægur, iðnaður fer vaxandi og ferðaþjónustunni vex stöðugt fiskur um hrygg. Samgöngur eru með bezta móti allt árið, þótt stundum sé þæfingur í snjó á veturna. Þjóðvegur 1 liggur í gegnum Suðurland endilangt. Sögustaðir eru margir, m.a. tengdir Landnámu, Njálu og Sturlungu. Afþreying er mjög fjölbreytt.

Til að hefja ferðalagið um Suðurland er best að velja þéttbýliskjarna hér að neðan og færa sig þaðan eftir hvert á að halda.

Bæir og þéttbýliskjarnar á Suðurlandi

Árnes, Þjórsárdalur. Ferðast og Fræðast
Árnes er samheiti fyrir eyju ( Hagaey ) í Þjórsá, félagsheimili, byggð í kringum það og skóla við veginn áleiðis til Gaukshöfða, Þjórsárdals og Búrfel…
Eyrarbakki – Stokkseyri, Ferðast og Fræðast
Eyrarbakki og Stokkseyri eru tvö sögufræg þorp við suðurströnd Árnessýslu. Þar var áður mikið útræði og bátaútgerð til skamms tíma. Nokkur fiskvinnslu…
Flúðir, Ferðast og Fræðast
Flúðir er þéttbýliskjarni miðsvæðis í Hrunamannahreppi og þykir þar notalegt og fagurt. Litla-Laxá rennur í gegnum þorpið og mikill jarðhiti er á svæð…
Grímsnes hreppur, Ferðast og Fræðast
Aðalatvinnuvegir í hreppnum eru landbúnaður, þjónusta við íbúa og sumargesti og ferðaþjónusta í vaxandi mæli. Einnig hafa nokkrir atvinnu við Sogsvirk…
Hella, Ferðast og Fræðast
Hella á Njáluslóð Hella á Rangárvöllum er kauptún á bökkum Ytri-Rangár. Þorpið byggðist upp á þjónustu við landbúnaðinn og þar er nú verzlun, iðnaður…
Hveragerði, Ferðast og Fræðast
Upphaf byggðar í Hveragerði má rekja til ársins 1902, þegar ullarkembistöð var reist við Reykjafoss. Hveragerði er byggt á jarðhitasvæði og þess vegna…
Hvolsvöllur, Ferðast of fræðast
Hvolsvöllur á Suðurlandi Hvolsvöllur er kauptún í austanverðri Rangárvallasýslu, sem fór að byggjast á fjórða áratugi 20. aldar, þegar brýr voru komn…
Jökulsárlón
Fyrir 1950 rann Jökulsá á Breiðamerkursandi beint undan jökli u.þ.b. 1½ km til sjávar. Síðan hefur jökullinn hörfað og sístækkandi lón myndazt. Meðalr…
Kirkjubæjarklaustur, Ferðast of Fræðast
Kirkjubæjarklaustur á Síðu hét áður Kirkjubær og var þar löngum stórbýlt og má segja að svo sé enn. Kauptún hefur myndazt þar og nefnt í daglegu tali …
Laugarás, Ferðast og Fræðast
Þéttbýli hefur myndazt í Laugarási. Þar er mikill jarðhiti og fjöldi gróðurhúsa og góð þjónusta við ferðamenn og húsdýragarðurinn Slakki. Í Laugarási …
Laugarvatn
Að Laugarvatni er skólasetur og hefur myndast byggðakjarni í kringum það og þjónustu við ferðamenn. Þar eru tvö hótel og vel skipulagt tjaldsvæði með …
Ölfus
Austanverð mörk sveitarfélagsins Ölfus liggja austan Alviðru undir Ingólfsfjalli og um Ölfusá til sjávar. Vestasti bær er Hlíðarendi og sveitarfélagið…
Reykholt Biskupstungum, Ferðast og Fræðast
Saga staðarins hófst, þegar jarðhiti uppgötvaðist á fyrri hluta aldarinnar í landi Stóra-Fljóts. Barnaskóli með heimavist var reistur 1928. Um miðja ö…
Selfoss, Ferðast og Fræðast
Selfoss er landnámsjörð Þóris Hersis Ásasonar. Selfosskaupstaður við Ölfusá, sunnan Igólfsfjalls, fór að   byggjast árið 1891, þegar hengibrú var lögð…
Skógar
Austustu bæir undir Eyjafjöllum eru Eystri- og Ytri-Skógar. Þar hóf héraðsskóli Rangæinga og Vestur-Skaftfellinga starfsemi 1949. Þar er sundhöll og s…
Vestmannaeyjar, Ferðast og Fræðast
Vestmannaeyjar - perlan í hafinu - eru eyjaklasi suður af landinu. Eyjarnar eru 15 eða 16. Surtsey er syðst en Elliðaey nyrzt. Surtsey varð til i mik…
Vík í Mýrdal
Vík er syðsta þorp landins og hið eina á landinu sem, stendur við sjó en er án hafnar. Ströndin suður af Vík er rómuð fyrir náttúrufegurð og árið 1…
Þingvellir
Þjóðgarðurinn Þingvellir Sögufrægasti staður landsins er í hjarta Þingvallasveitar. Þar ber Almannagjá hæst og þingið forna við Öxará. Þingvallaþjóðg…
Þorlákshöfn
Þorlákshöfn er kauptún á Hafnarnesi, vestan ósa Ölfusár. Þar er eina góða höfnin á Suðurlandi frá Grindavík að Höfn í Hornafirði. Laxdælasaga segir f…
Þórsmörk
Þórsmörk er ein af fegurstu náttúruperlum landsins, umlukin fögrum fjöllum, jöklum og jökulám. Hér með sanni segja að sjón sé sögu ríkari, því til að …
Þykkvibær
Þykkvibær er byggðarkjarni sunnan Safamýrar í Rangárvallasýslu. Hann var umflotinn vatni, þannig að reka varð kýr á sund til að koma þeim í haga. Vaða…
Landshlutar Ferðavísir

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )