Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Vestmannaeyjar

Vestmannaeyjar
Mynd: Jónas ingi Ketilsson

Vestmannaeyjar – perlan í hafinu – eru eyjaklasi suður af landinu.

Eyjarnar eru 15 eða 16. Surtsey er syðst en Elliðaey nyrzt. Surtsey varð til i miklu neðansjávargosi, sem hófst árið 1963 og lauk 1967. Heimaey er stærst eyjanna og þar er Vestmannaeyjakaupstaður.

Vestmannaeyjar, loftmyndEldgos hófst á Heimaey 23. janúar árið 1973 og eyðilagði og/eða skemmdi u.þ.b. 40% af öllum húsum bæjarins. Vestmannaeyjar hafa verið næstmikilvægasta verstöð landsins til fjölda ára og byggist afkoma heimamanna að mestu leyti á fiskvinnslu og útgerð. Fræg er þjóðhátíð Eyjamanna, sem haldin er ár hvert um verzlunarmannahelgi og dregur til sín fólk alls staðar að af landinu

Góðar samgöngur eru við Eyjar hvort sem er með flugi eða ferju. Eyjamenn og gestir þeirra eru samt háðir duttlungum veðurguðanna, þannig að margir, sem koma fljúgandi til Eyja, verða að fara sjóleiðina til baka. Allt frá aldamótunum 2000, eða skömmu fyrr, hefur verið uppi hugmynd um gerð jarðganga til Eyja frá Landeyjasandi.

Oft, þegar veðurskilyrði gera átælunarflug ókleift, tekst minni flugvélum Flugfélags Vestmannaeyja að skjóta fólki til og frá Bakkaflugvelli í Landeyjum. Flugið á milli tekur aðeins 6-7 mínútur.
Ferja frá Landeyjarhöfn tekur 30 mínútur.
Margir Eyjamenn hafa geymt bíla sína við Bakkaflugvöll.

Nánar um Vestmannaeyjar: Jarðeldarnir 1973

ELDSTÖÐVAKERFI VESTMANNEYJA er u.þ.b. 38 km langt og 30 km breitt. Þar eru tugir eldstöðva og leifar margra. Á þriðja tug þeirra má telja til nútíma (holocene), aðrar frá síðari jökulskeiðum. Líklega hefur eldvirknin á þessu svæði ekki byrjað fyrr en fyrir 100-200 þúsundum ára og eldgos hafa verið alltíð. Sum eldgosin hafa skilið eftir minjar á sjávarbotni en eyjarnar eru annaðhvort sjálfstæðar gosstöðvar eða hlutar þeirra. Gosvirkni hefur verið tiltölulega lítil á sögulegum tíma en vafalaust hafa orðið gos á sjávarbotni án þess, að til séu um þau heimildir Getið er um sjávareld við Hellisey 1896 og annan í annálum frá 1637. Surtseyjar- og Heimaeyjargosin gefa til kynna, að þetta eldstöðvakerfi sé allvirkt.

Stefna þessa goskerfis er líkt og annars staðar frá suðvestri til norðausturs og sprungugos eru tíðust. Flest bendir til þess, að megineldstöð hafi myndast við uppbyggingu Heimaeyjar og jarðskjálftar gáfu til kynna kvikuhólf á 10-30 m dýpi í jarðskorpunni. Þessi þróun gæti leitt til tengingar eyjaklasans við land í fjarlægri framtíð.

Heimaklettur og nokkrar aðrar jarðmyndanir á Heimaey norðanverðri eru taldar vera frá lokum síðasta jökulskeiðs og eru að mestu úr móbergi, þótt nokkurra óreglulegra blágrýtismyndana gæti líka.

Álsey og e.t.v. Hellisey gætu verið u.þ.b. 8000 ára.

Stórhöfði á Heimaey myndaðist líklega fyrir u.þ.b. 6000 árum og Elliðaey og Bjarnarey um svipað leyti.

Heimaey myndaðist að mestu leyti fyrir u.þ.b. 5200 árum. Þá opnaðist svokallaður Stakkarbótargígur með miklum sprengigosum. Nokkrar hæðir (Sæfell) og Helgafell myndaðist.

Annálar geta um eldgos á sjávarbotni árið 1637.

Ísafold getur um gos á sjávarbotni við Hellisey árið 1896.

Surtsey myndaðist í lengsta sögulega gosi hérlendis á árunum 1963-1967.

Gos hófst á austanverðri Heimaey á 2-3 km langri sprungu, sem var að hluta til í sjó í  janúar 1993 og lauk í júlí 1973.

POMPEI NORÐURSINS.

UPPGRÖFTUR GOSMINJA Í VESTMANNAEYJUM.
Eldgosið í Vestmannaeyjum árið 1973 telst án efa til stærstu náttúruhamfara Íslandssögunnar. Gosið hófst hinn 23. janúar 1973 á Heimaey, einu byggðu eyjunni í Vestmannaeyjaklasanum. Það stóð yfir í rúmlega 5 mánuði og á tímabili var mikil óvissa um það hvort nokkurn tímann yrði aftur mannabyggð í eyjum.

Fregnir af gosinu, sem eyðilagði hluta byggðarinnar og breytti landslaginu í Vestmannaeyjum svo um munaði, fóru um heimsbyggðina og þegar því lauk flykktust ferðamenn og vísindamenn allstaðar að úr heiminum á staðinn til þess að sjá með eigin augum hvers náttúruöflin eru megnug.

Nú eru liðin rúm 30 ár frá gosinu og minningin sem og ummerki hinna gífurlegu spjalla sem það vann á eigum Eyjabúa eru smámsaman að mást út, en hraun og aska gossins grófu undir sig á fjórða hundrað hús og byggingar.

Verkefnið sem fengið hefur „vinnuheitið“ Pompei Norðursins er hugsað til þess að hlúa að gosminjunum og gera þær sýnilegri. Segja má að hér sé á ferðinni einstakt verkefni í nútíma fornleifauppgreftri, sem á sér fáar, ef einhverjar hliðstæður. Fyrirhugað er að grafa upp 7 – 10 hús sem fóru undir vikur og hófust framkvæmdir seinni hluta júnímánaðar 2005. Þetta er vandasamt og metnaðarfullt verkefni sem unnið verður að næstu árin, en þegar er farið að sjást í fyrsta húsið sem stóð við Suðurveg 25 og næsta skref er að grafa niður á Suðurveg og meðfram götunni. Stefnt er að því að í fyllingu tímans rísi einskonar þorp minninganna, sem sýni á áhrifamikinn hátt hvernig náttúruöflin fóru með heimili fólks. Verkefnið er nú þegar farið að vekja mikinn áhuga fjölmiðla, ferðamanna og vísindamanna hérlendis og erlendis. Það er enginn vafi að þessar framkvæmdir eiga eftir að skipta sköpum fyrir aðdráttarafl ferðamannastaðarins Vestmannaeyja, því það þykir einstök upplifun að fylgjast með risi Pompei á norðurslóum, á öllum stigum verkefnisins.

HEIMAEYJARGOSIÐ hófst kl. 02:00 hinn 23. janúar 1973 og stóð í 155 daga. Síðustu merki gossins sáust í Eldfelli 26. júlí. Gossprungar var upphaflega 1½ km löng og u.þ.b. 300 m austan austustu húsanna í bænum. Í upphafi gossins blésu vindar úr vestri, þannig að aska barst ekki yfir byggðina fyrstu nóttina og daginn eftir. Vindáttin réði úrslitum um undankomu íbúanna á undraskömmum tíma og mun meira tjón en varð. Smám saman dró úr virkni á mestum hluta gossprungunnar og 7. febrúar gaus á 200 m kafla, þar sem Eldfell hlóðst upp í 220 m hæð yfir sjó.

Flakkarinn er nefnd hraunfylla sem brotnaði úr Eldfelli í eldgosinu í Heimaey 1973 og rann með hraunstraumnum í átt að innsiglingunni. Var fylgst grannt með framgangi hans þar sem menn óttuðust að ef hann næði alla leið myndi hann, ásamt öðru hraunflæði, loka innsiglingunni og ógna með því grundvelli byggðar í eyjunni. Dæluskipið Sandey hóf þann 1. mars að dæla sjó á hraunið og þar með Flakkarann til að hægja á framvindunni. Þegar gosinu lauk var ljóst að það hafði tekist að bjarga innsiglingunni og það sem meira var, hún varð betri en fyrr.
Gárungarnir í Eyjum veltu fyrir sér að póstfangið Flakkarans yrði 900 Vestmannaeyjar eða 901 Vestmannaeyjar.

Heimaeyjargosið því lýst lokið þann 3. júlí sama ár. Gosið er fyrsta eldgos sem hefst í byggð á Íslandi.

Einu fyrirboðar gossins voru tvær jarðskjálftahrinur, þótt enginn tengdi þær við yfirvofandi eldgos. Talsverð strókavirkni var á nyrðri hluta sprungunnar fyrstu dagana og hraunrennslið náði u.þ.b. 100 m³/sek. Gjósku rigndi yfir bæinn dagana 25. og 27 janúar, þannig að mörg hús fóru í kaf og kviknaði í sumum. Gosmökkurinn sást víða að, s.s. frá höfuðborgarsvæðinu yfir Reykjanesfjallgarðinn. Hann náði allt að 9 km hæð. Hraunið rann í átt að innsiglingunni og talin var hætta á því, að hún lokaðist. Þá var farið að dæla sjó á hraunbrúnina og talið að sú ráðstöfun hafi breytt rennsli hraunsins. Þessi dæling hófst 6. febrúar og mesta geta dælanna var 2000 l/sek.

Langflestir íbúanna voru fluttir til lands fyrstu gosnóttina og í kjölfar þess hófst hjálparstarf af ýmsum toga. Þrátt fyrir milljarðaframlög ríkis, einstaklinga og erlendra ríkja, var tjónið, sem gosið olli ekki að fullu bætt. Við upphaf gossins bjuggu 5300 manns á Heimaey og 4.115 í lok árs 2004.

Stuttu sýðar hóf Leiguflug Sverrair að flitja ferðamenn frá Reykjavík og Hellu til Eyja þar sem við vorum með 19 manna rútu sem flugmenn Sverrair óku með ferðamenn og leiðsögðu um eyjuna.  Þar með hófst fyrsta skipulaða skoðunarferðir um eldfjallaeyjuna.
Yfirflugstjóri og flugrekstarstóri hjá Sverrair  var þá Birgir Sumarliðason

Innskot Birgir Sumarliðason flugstjóri og um tíma flugrekstarstjóri Vængja. og eigandi nat.is

Sagan sem ekki má segja frá ?:
Langflestir íbúanna voru fluttir til lands með bátum sem voru í Eyjum 23.  janúar 1973.
Þar á meðal flugumferðastjórinn sem eins og aðrir ættu að yfirgefa eyjuna sem allra fyrst!!

Þá kom til skjalanna Eyjamaður, Halli Hallgríms flugmaður, hentis uppá flugvöll kveikti ljósin, gaf okkur veðurupplýsinar og veður  á staðnum, braut í notkun og stjórnaði flugumferðinni af mikili fagmensku!!!
Halli Þú átt Þakkir skilð:
Biggi Summ.

Fólkið í Eyjum eins og var 1973.
Heyrt og séð frá sjónarhorni flugmanns !!!

Páll Zóphóníasson. var þá bæjartæknifræðingur og eyjamenn töldu hann hættulegri en eldgosið þar sem hann hentist á milli staða til að skoða aðstæður!!

Páll Helgason ferðafrömuður, fór með ferðamenn í skoðunarferðir um Heimey Páll bauð oft ferðamönnum heim til sýn og veitti þeim oft ýmsar kræsingar, oft varð ég að fresta brottflugi frá eyjum enda veitingar Palla ekki viðbrugðið.

Patton í Eyjum. Slökkvliðstjóri frá Keflavíkurflugvelli:
Ógleymleg persóna sem skóf ekket utanaf hlutunum og gekk hreint til verks eins og nafni hans Bandaríski  hersföðinginn frá fyrra stríði Patton.

Hantekinn í skoðunarferð með ferðamenn um Heimey, ekki með meirapróf.
Sóttur til saka á Sýslmanns skrifstofu Eyjamanna, setti lyklana að flugvélinni á borðið, komið þið þá farþegunum til Reykjavíkur. Þögn, réttarsátt málið fellt niður !!!!

Fluttum 19 manna rútu til eyja sem eyjamenn kölluðu gulu hættuna.
Flugmenn okkar komu með ferðamen og leiðsögðu um svæðið.
Þar með var fyrsta skipulega skoðunarferðin um eldfjallið hafin.
Það voru ekki margir Eyjamenn hrifnir að þessu uppátæki okkar !!!!

Meira tengt gosinu í Eyjum 1993:

Með Hannibal Valdimarsson ráðhera samgöngumála til eyja 1973.
Meðan á dvöl ráðhera í Eyjum dundu yfir hryna eldgosa með öskukornum á stærð við haglél. Var með kúst til að sópa af vængjum flugvélarinnar, þetta stóð yfir u.þ.b. 15 mín. áður en haldið var til Reykjavíkur. Spjallið við Hannibal ráðhera á leið til Reykjavíkur verður aldrei sagt frá!!!!

Sjúkraflugið:
Lítið um sjúkraflug frá Eyjum enda enda hörkulið þar til að bjarga verðmætum og í baráttu við Flakkarann, fór aðeins 2 sjúkraflug í til Eyja á þeim tíma. 

Viðlagasjóður: Hlutverk Viðlagasjóðs að tryggja hag Vestmannaeyinga og stuðla að vernd og endurreisn byggðar þeirra.

Aðeins einusinni lent með ferðamenn til Eyja fyrir gos.
Fyrir gos var aðal útsýnis flugið með ferðamenn frá Reykjavík – Þingvellir- Geysir- Gullfoss -Hekla -Surtsey-Reykjavík. sem þá var Gullni Hringurinn.
Varð að lenda í Vestmannaeyjum er einn farþeginn var komin í spreng, ekkert klóset um borð !!! ekkert annað í boði enn að lenda í Vestmannaeyum „fore pisstopp“.

Gönguleiðir: Fjöldi gesta í Vestmannaeyjum dvelur þar í nokkra daga til að ganga um Heimaey. Þeir njóta útivistarinnar í Nýjahrauni, kikja í Gaujulund, ganga með ströndinni og upp á Eldfell og Helgafell. Síðan halda þeir suður á bóginn til að skoða Ræningjatanga, Klauf og Stórhöfða. Margir fara í Herjólfsdal til að leika golf eða klífa Dalfjall og síðan Heimaklett. Að þessu loknu bíða bátsferðir til nærliggjandi eyja, sem einnig er hægt að klífa.

Myndasafn

Í grennd

Atlantshafið
Ýmiss fróðleikur um Atlantshafið Atlantshafið þekur næstum fimmtung jarðar og skilur að meginlönd Evrópu og Afríku í austri og Norður- og Suður-Amerí…
Bjarnarey
Bjarnarey er fjórða stærsta eyja Vestmannaeyja. Hún liggur austan Heimaeyjar og suðvestan Elliðaeyjar. Hæst rís hún í Bunka (164 m), sem er gamall eld…
Eldfell
Eldfell Vestmannaeyjum Hinn 23. janúar 1973, kl. 02:00 hófst eldgos á austanverðri Heimaey. Þá opnaðist u.þ.b. 1600 m löng   gossprunga rétt austan h…
Eldgos á Íslandi
Eyjar í Atlantshafi, sem orðið hafa til á rekás Atlantshafshryggjarins: Asoreyjar, Bermuda, Madeira, Kanaríeyjar, Ascension, St. Helena, Tristan da Cu…
Eldstöðvakerfi Vestmannaeyja
Eldstöðvakerfi Vestmannaeyja er u.þ.b. 38 km langt og 30 km breitt. Þar eru tugir eldstöðva og leifar margra. Á þriðja tug þeirra má telja til nútíma …
Elliðaey
Elliðaey er þriðja stærsta eyja Vestmannaeyja. Hún er norðaustan Heymaeyjar og norðan Bjarnareyjar. Hún er sæbrött en lægri að austanverðu, þar sem up…
Ferðavísir, ferðast og fræðast
Skipulag ferðar Ein leið við að skipuleggja ferðalag um landið okkar er að velja þann landshluta sem fyrst skal heimsækja. Þaðan er síðan hægt að sko…
Fiska- og Náttúrugripasafn Vestmannaeyja
Safnið var stofnað 1964 að frumkvæði Guðlaugs Gíslasonar, fyrrverandi bæjarstjóra og alþingismanns. Vestmannaeyjakaupstaður rekur það. Friðrik Jesson …
Golfklúbbur Vestmannaeyja
900 Vestmannaeyjar Sími: 481-2363 golf@eyjar.is 18 holur, par 70. Golfklúbbur Vestmannaeyja var stofnaður 4. desember 1938. Golfvöllur klúbbsins…
Heimaklettur
Heimaklettur er einn útvarða Heimaeyjar í norðri. Þar og í Yztakletti og í Dalfjalli eru elztu jarðmyndanir eyjarinnar, líklega u.þ.b. 10.000 ára. Gru…
Landakirkja
Landakirkja er í Vestmannaeyjaprestakalli í Kjalarnesprófastsdæmi. Hún var byggð úr steini á árunum   1774-1778 og er þarmeð þriðja elzta steinkirkjan…
Mesta eldgos Jarðar
Mesta eldgos, sem sögur fara af á jörðinni, varð á eyjunni Sumabawa, þegar eldfjallið Tambora sprakk í loft upp. Aska og brennisteinsgas þeyttist upp …
Smáeyjar
Smáeyjar eru fjórar eyjar vestan Heimaeyjar. Syðst er Hæna, þá Hani (hæstur: 97 m), Hrauney og [caption id="attachment_19550" align="alignleft" wid…
Stórhöfði, Vestmannaeyar
Stórhöfði er syðsta byggða ból á Íslandi. Höfðinn er 122 m hár og sæbrattur með miklu sjófuglavarpi. Fyrsti vitinn var byggður þar árið 1906 og sama æ…
Surtsey
Gosið, sem skapaði Surtsey og fleiri eyjar, er meðal lengstu sögulegu gosa hérlendis. Þess varð fyrst vart snemma morguns 14. nóvember 1963 u.þ.b. 18 …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )