Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Bjarnarey

Bjarnarey séð frá Heimaey

Bjarnarey er fjórða stærsta eyja Vestmannaeyja. Hún liggur austan Heimaeyjar og suðvestan Elliðaeyjar. Hæst rís hún í Bunka (164 m), sem er gamall eldgígur. Bezti uppgöngustaðurinn er í Höfn, að norðaustanverðu. Í vestanátt er gott var fyrir báta í Haganesbót. Eyjan er grösug og talin góð vetrarbeit fyrir 128 sauði. Heyskapur var þar nokkur.

Geysimikið er af lunda og öðrum svartfugli í eyjunni og fugla- og eggjatekja var og er enn þá mikil. Veiðimenn liggja úti við lundaveiðar og eggjatöku og hafast við í veiðikofanum á eyjunni.

Oft verður vart hvala umhverfis eyjuna sem og aðrar Vestmannaeyjar. Meðal hvalategunda, sem hafa sézt eru búrhvalir, hnúfubakar, gráhvalir, háhyrningar, ýmsar höfrungategundir, hnísur og hrefnur.

Myndasafn

Í grend

Golfklúbbur Vestmannaeyja
900 Vestmannaeyjar Sími: 481-2363 golf@eyjar.is 18 holur, par 70. Golfklúbbur Vestmannaeyja var stofnaður 4. desember 1938. Golfvöllur klúbbsins…
Vestmannaeyjar
Vestmannaeyjar - perlan í hafinu - eru eyjaklasi suður af landinu. Eyjarnar eru 15 eða 16. Surtsey er syðst en Elliðaey nyrzt. Surtsey varð til i mikl…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )