Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Smáeyjar

Smáeyjar eru fjórar eyjar vestan Heimaeyjar. Syðst er Hæna, þá Hani (hæstur: 97 m), Hrauney og

Hani-Hæna-Hrauney

Grasleysa. Sundið milli Smáeyja og Heimaeyjar er greiðfær bátum. Kafhellir í Hænu er talinn fallegasti hellir úteyjanna. Kvöldsólin slær fögrum litbrigðum inn í hann. Gjarnan er siglt inn í hann, þegar kyrrt er í sjó og lágsjávað. Dýpi í hellinum er mikið og birtu bregður inn um lítið op neðansjávar að norðanverðu.

Sögð er saga af manni, sem féll útbyrðis af bát sinum og sogaðist í gegnum þetta gat inn í hellinn. Þegar hann kom úr kafinu í hellinum, var bátur hans kominn þangað, svo að hann gat kraflað sig um borð aftur. Í stórbrimi hafa gróðurflesjur á eyjunum skolast burt.

Myndasafn

Í grend

Sögustaðir Suðurlandi
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Álfaskeið ...
Vestmannaeyjar
Vestmannaeyjar - perlan í hafinu - eru eyjaklasi suður af landinu. Eyjarnar eru 15 eða 16. Surtsey er syðst en Elliðaey nyrzt. Surtsey varð til ...

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )