Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Stórhöfði, Vestmannaeyar

Stórhöfði er syðsta byggða ból á Íslandi. Höfðinn er 122 m hár og sæbrattur með miklu sjófuglavarpi. Fyrsti vitinn var byggður þar árið 1906 og sama ættin hefur annazt vörzlu þar frá 1910. Árið 1921 kom veðurathugunarstöð. Mesti vindhraði á landinu mældist þar í febrúar 1991, 119 hnútar, sem samsvara 220 km á klukkustund. Mesta ölduhæð mældist 29 metrar.

Talið er að u.þ.b. 700.000 lundar byggi Stórhöfða. Þeir grafa 1-2 m djúpar holur inn í jarðveginn og verpa aðeins einu eggi. Lundinn er farfugl, sem flýgur héðan í lok ágúst ár hvert, að mestu langt út á haf, en ungfuglinn fer mun lengra og hefur mikið af merktum fuglum fundizt við Nýfundnaland. Lundinn sezt upp í eyjarnar um miðjan Apríl. Lundapysjurnar fljúga á ljósin í bænum í byrjun ágúst og krakkarnir safna þeim í kassa og sleppa þeim daginn eftir út á sjó.

Gæta ber varúðar við skoðun lundabyggða, hvort sem er á Stórhöfða eða annars staðar, og fara aldrei nálægt bjargbrúnum.

Ýmis kennileiti í grennd Stórhöfða eru merkileg, s.s. Brimurð (mikið brim í austan- og suðaustanáttum), Klaufin (bað-og útivistarstaður Eyjamanna á góðviðrisdögum: Costa del Klauf“) og Ræningjatangi (tengdur tyrkjaráninu 1627, þegar sjóræningjar frá Alsír, alls 300 talsins á 3 skipum, lentu þar 16. júlí fremur en að hætta á að verða fyrir skotum úr fallstykkjum á Skansinum við hafnarmynnið. Skansinn var byggður 1586.).

Myndasafn

Í grennd

Illdeilur og morð á Suðurlandi
Smáorrustur, illdeilur, morð og aftökur á Sudurlandi Apavatn Áshildarmýri Bergþórshvoll Galdrar og galdrabr…
Sögustaðir Suðurland
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Álfaskeið Álftaver Almenningar Alviðra Arnarbæli Áshildarmýri Ásólf…
Vestmannaeyjar
Vestmannaeyjar - perlan í hafinu - eru eyjaklasi suður af landinu. Eyjarnar eru 15 eða 16. Surtsey er syðst en Elliðaey nyrzt. Surtsey varð til i mik…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )