Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Fuglar Suðurland

Fuglar á Íslandi

Stærstu varpstöðvar skúmsins á norðurhveli jarðar eru á söndum Suðurlands, einkum á  TjaldurBreiðamerkursandi. Þar eru líka varpstöðvar kjóa og svartbaks. Ingólfshöfði er athvarf margra fuglategunda og þar er meira um langvíu en stuttnefju í björgunum. Öræfin eru þekkt fyrir fjölda flækingstegunda. Vestan þessara miklu sanda er Meðallandið með stór mýrarsvæði, þar sem keldusvínið átti sitt síðasta vígi. Við Vík eru nokkrar varpstöðvar lunda í grasi grónum hlíðum Reynisfjalls. Þar mun sílamávur fyrst hafa orpið 1929 og síðan breiðzt út til vesturs.

Dyrhólaey er griðastaður svartbaks, sílamávs, silfurmávs og súla hefur orpið á klettunum sunnan hennar. Talsvert æðar- og kríuvarp er á eyjunni, sem er lokuð bílaumferð um varptímann. Í björgunum er Lundi, langvía, stuttnefja, fýll, Northern fulmar og rita.

Vestmannaeyjar hýsa allar þessar fuglategundir, nema e.t.v. æðarfuglinn, og þar er eina vígi skrofunnar, sjósvölunnar og stormsvölunnar. Talsverð súluvörp eru a.m.k. á fjórum eyjanna. Á Suðurlandsundirlendinu er jaðrakan útbreidd og fjöldi bles- og heiðagæsa í Landeyjum á haustin. Grágæs verpir vítt og breitt og við árósa eru ýmsar mávategundir og strandfuglar.

Meira um fugla

Myndasafn

Í grennd

Breiðamerkurfjall
Breiðamerkurfjall (774m) er röðull út úr suðaustanverðum Öræfajökli vestan Breiðamerkurjökuls. Vestan þess er Fjallsjökull. Þessir jökulsporðar náðu s…
Fuglar Íslands
Ísland státar ekki af fjölskrúðugri varpfuglafánu. Hér hafa sézt u.þ.b. 330 tegundir fugla, u.þ.b. 85 þeirra eru varpfuglar eða hafa reynt varp og u.þ…
Sögustaðir Suðurland
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Álfaskeið Álftaver Almenningar Alviðra Arnarbæli Áshildarmýri Ásólf…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )