Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Eyrarbakki – Stokkseyri

Sjóminjasafn Eyrarbakka
Sjóminjasafnið Eyrabakka

Eyrarbakki og Stokkseyri eru tvö sögufræg þorp við suðurströnd Árnessýslu. Þar var áður mikið útræði og bátaútgerð til skamms tíma. Nokkur fiskvinnslufyrirtæki eru í þorpunum og á Eyrarbakka var verksmiðjan Alpan, sem framleiddi ýmsar vörur úr áli, þ.m.t. potta og pönnur, sem fóru á markað hérlendis og erlendis. Þorpin byggðust upp í kringum bátaútgerð og þjónustu við nærsveitirnar og sinna nú mikilvægri félagsþjónustu fyrir þær og íbúa sína. Með bættum samgöngum, einkum eftir byggingu brúar yfir ósa Ölfusár, hefur þjónusta við ferðamenn aukizt verulega og vinsælt er að veiða í Ölfusárósum.

Árið 1998 varð sveitarfélagið Árborg til við sameiningu Selfoss, Sandvíkurhrepps, Stokkseyrar og Eyrarbakka.

Í Stokkseyrarhreppi eru mörg myndarlegustu sveitabýli landsins og hafa ábúendur á þeim verið óragir við að tileinka sér tæknilegar nýjungar í landbúnaði. Sögufrægt hús – Húsið á Eyrarbakka er nú minjasafn og heimsækir fjöldi ferðamanna það ár hvert.

Eyrarbakki og Stokkseyri meira:

FRIÐLAND í FLÓA Friðlandið er á austurbakka Ölfusár norðan Óseyrarbrúar að landamerkjum Sandvíkurhrepps í Straumnesi. Það nær yfir mestan hluta jarðanna Óseyrarness og Flóagafls, alls u.þ.b. 5 km². Það er 1-1½ km á breidd og telst með Ölfusforum til ósasvæðis Ölfuár, sem er alþjóðlega mikilvægt fuglasvæði. Flæðiengjar og tjarnir setja svip á friðlandið, sem er lágt og meðalhæð yfir sjávarmáli aðeins 2 m, þannig að sjávarfalla gætir þar í stórstreymi.

Umræða um endurheimt framræsts votlendis hefur verið áberandi undanfarin ár og ýmis félög hafa lagt henni lið. Fuglaverndarfélag Íslands fékk styrk úr Umhverfissjóði verzlunarinnar 1997 til að byrja endurheimt votlendis og uppbyggingu friðlands fugla í Flóa við Ölfusárós. Samtímis var gerður samningur við Eyrarbakkahrepp og vinna við verkið hófst. Eftir sameiningu sveitarfélaganna í vestanveruðum Flóa varð nýja sveitarfélagið aðili að samningnum. Konunglega brezka fuglaverndarfélagið hefur lagt þessu máli lið.

Stokkseyri meira:
ÞURÍÐARBÚÐ
Þuríðarbúð (Stokkseyri) var reist af Stokkseyringafélaginu í Reykjavík árið 1949 til minningar um Þuríði Einarsdóttur, formann, og horfna starfshætti. Búðin stendur nálægt þeim stað, sem búð hennar stóð. Þuríður formaður var fædd árið 1777, dáin 1863. Hún fór í sinn fyrsta róður ellefu ára gömul á bát föður sins, en 17 ára varð hún háseti upp á fullan hlut hjá bróður sínum. Síðan stundaði hún sjósókn til 1843, þegar hún hætti sjómennsku sökum heilsubrests. Lengstum var hún formaður á sjómennskuferli sínum.

Þuríður þótti góður formaður, útsjónarsöm, varkár en samt áræðin og vinsæl meðal háseta. Einstakt þótti, að kona færi formaður á bát. Hún klæddist karlmannsfötum að jafnaði vegna sjómennskunnar en til þess þurfti leyfi sýslumanns. Á Stokkseyri skiptu sjóbúðir eins og Þuríðarbúð tugum á seinni hluta 19. aldar. Þær voru hlaðnar úr torfi og grjóti. Bálkar voru meðfram veggjum og í þeim sváfu tveir og tveir saman og voru þeir kallaðir lagsmenn. Sjóbúðirnar voru allt í senn, svernskáli, matstofa og dagstofa vermanna.

BAUGSSTAÐABÚIÐ (Stokkseyri), fóstbróðir Ketils hængs, var fyrsta veturinn á Íslandi á Baugsstöðum, sem er núna í Stokkseyrarhreppi. Skömmu eftir aldamótin 1900 var þar byggt rjómabú, sem var rekið lengst allra slíkra í landinu, allt til 1950.

Húsinu og tækjum og tólum rjómabúsins hefur verið haldið við auk bunustokks og vatnshjóls utandyra, sem knúðu hugvitsamlegar vélar safnsins.

Fyrsta rjómabúið var stofnað á Syðra-Seli í Hrunamannahreppi 10. júlí 1900. Árið 1910 voru þau orðin 33, flest á Suðurlandi, 19 talsins. Aðalvandamálið við rekstur búanna var samgönguleysið. Þessi bú voru yfirleitt félagsbú, sem innleggjendur ráku sjálfir. Tala félagsmanna við hvert bú var misjöfn en smám saman bættust fleiri bændur í hópana.

Draugasetrið (Stokkseyri) er staðsett á þriðju hæð í Lista og menningarverstöðinni á Stokkseyri (var áður frystihús). Gengið er í Draugasetrið inn af gömlu bryggjunni og er það vel merkt. Þegar inn er komið blasir Draugabarinn við en þar er einnig afgreiðsla fyrir setrið sjálft. Inni á Draugabarnum eru reyndar nokkrir draugar og ber þar helst að nefna Brennivínsdrauginn sjálfan sem situr uppí rjáfri í einu horninu. Útilokað var að hann fengi sína aðstöðu annars staðar en inná barnum og unir hann sér oftast nær mjög vel. Einnig má finna matardisk Kampholtsmóra inni á barnum en aðstandendur Draugasetrursins sjá til þess að á honum sé alltaf matur, því tilfellið er að móri mun hafa verið mun hliðhollari þeim, sem hann fylgdi ef þeir gáfu honum mat. Draugabarinn sjálfur er um 180m2 og þar geta gestir keypt sér eitthvað styrkjandi áður og eftir að þeir fara inn í setrið sjálft en leyfilegt er að taka með sér mjöð í dósum af barnum, þegar haldið er inn í óvissuna.

Kajakaferðir (Stokkseyri) ehf. bjóða upp á nýstárlega möguleika til náttúruskoðunar. Róið er á kajökum um hin sérkennilegu lón einnar fegurstu fjöru Íslands og vatnasvæðið vestan byggðarinnar á Stokkseyri. Þar tengja þröngar rásir litlar og stórar tjarnir og þrífst þar aragrúi og fugla og jurta. Þar endar líka Flóaáveitan, þetta stórmerkilega mannvirki, sem unnið var á árunum 1918 til 1927 og nær yfir 12 þúsund hektara lands.
Gengið hefur verið úr skugga um, í samvinnu við aðila úr Fuglaverndunarfélagi Íslands og Náttúruverndarráð, að þessi leið til náttúruskoðunar raskar á engan hátt tilveru dýra og jurta á svæðinu. Oft má sjá forvitna seli elta kayakana ótrúlega nálægt, þegar siglt er á lónunum., alls óhrædda. Fyrir utan þessa óvenjulegu leið til að skoða náttúruna eru kajaksiglingar sérlega friðsæl og skemmtileg afþreying, reynsla sem gleymist ekki.

Eyrarbakki meira:
SJÓMINJASAFNIÐ EYRARBAKKA
Í safninu eru munir frá Eyrarbakka, sem minna á sjósókn, iðanað og félags- og menningarsögu síðustu aldar eða svo. Safnið var stofnað fyrir forgöngu Sigurðar Guðjónssonar, skipstjóra. Það var opnað árið 1989. Stærsti og merkast safngripurinn er áraskipið Farsæll, sem Steinn Guðmundsson skipasmiður á Eyrarbakka smíðaði fyrir Pál Grímsson, útvegsbónda í Nesi í Selvogi. Farsæll er tólfróinn teinæringur með svokölluðu Steinslagi, en Steinn smíðaði yfir fjögur hundruð skip. Bátar með Steinslagi þóttu henta sétlega vel í brimverstöðvunum á Suðurlandi. Í safninu er einnig talsvert af ljósmyndum til sýnis. Þá er í eigu safnsins beitningaskúr frá 1925, en þá var blómaskeið vélbátaútgerðar á Eyrarbakka. Allsérstæð klæðning er á vesturhlið skúrsins, þar sem lítill árabátur var tekinn og flattur út og negldur þannig upp á vegginn.

HÚSIÐ og ASSISTENTAHÚSIÐ EYRARBAKKA Húsið á Eyrarbakka er meðal elztu bygginga landsins. Það var flutt inn tilsniðið árið 1765 og er stokkbyggt timburhús, 20 x 14 álnir að flatarmáli og 659 m³ á tveimur hæðum með háalofti undir hanabjálka.

Assistentahúsið er viðbyggingin að vestanverðu með tengibyggingu. Það var byggt árið 1881 og er 280 m³. Það var upphaflega aðsetur verzlunarþjóna Lefolii-verzlunarinnar.

Sjóvarnargarðurinn fyrir framan Húsið var gerður í kjölfar Básendaflóðsins (Stóraflóðs) árið 1799.

Fyrir norðan Húsið eru útihúsin, sem voru reist 1922 og kanínugarðurinn svokallaði, þar sem ræktaðar voru kanínur til manneldis. Síðar var reft yfir garðinn og hertur þar fiskur en á 20. öld var lengst af ræktað þar grænmeti. Leifar af stéttinni fyrir framan Húsið komu í ljós sumarið 1995, þegar jarðvegur á lóð Hússins var fjarlægður. Rústir, sem sjá má fyrir austan Húsið eru sennilega fjósrústir auk rennu, sem lá frá þvottahúsi og norður í dælu á Garðstúninu en er nú uppþornuð. Húsið og Assistentahúsið ásamt sjóvarnargarðinum eru friðuð í A-flokki samkvæmt þjóðminjalögum.

ÁGRIP AF SÖGU HÚSA Á EYRARBAKKA Frá 1765 til 1925 var Húsið heimili kaupmanna og annars starfsfólks Eyrarbakkaverzlunar. Það var nefnt „Húsið” í daglegu tali, sennilega vegna þess, að lengi fram eftir 19. öld var ekkert annað íbúðartimburhús á Bakkanum og bar því höfuð og herðar yfir annan húsakost.

Húsið er landsfrægt fyrir sögu sína og hlutverk í íslenzkri menningarsögu. Það var miðstöð allrar menningar austan Fjalls og einnig eitt mesta menningarsetur landsins um langt skeið, eða frá þeim tíma, þegar Guðmundur Thorgrímsen verzlunarstjóri og kona hans frú Sylvia Thorgrímsen fluttust þangað árið 1847. Menningarleg áhrif frá Húsinu á þessum tíma voru margvísleg og báru einkenni danskrar borgaramenningar.

Hvað er betra enn að Ferðast og Fræðast !!!

Myndasafn

Í grennd

Ásavegur
Ásavegur, hin forna þjóðleið. Ásavegur er hin forna þjóðleið fólks um Suðurland og áttu margir leið þar um með verslunarvarning og ýmsar vistir. Þá f…
Baugsstadabúið
Baugur, fóstbróðir Ketils hængs var fyrsta veturinn á Íslandi á Baugsstöðum, sem er núna í   Stokkseyrarhreppi. Skömmu eftir aldamótin 1900 var þar by…
Baugstaðaós – Hróarsholtslækur
Baugstaðaós, Hróarsholtslækur, Volalækur og Bitrulækur er allt sama vatnsfallið. Baugstaðará rennur   Flóann í Árnessýslu og skiptir hreppum. Vestan h…
Eyrarbakki
SJÓMINJASAFNIÐ EYRARBAKKA Í safninu eru munir frá Eyrarbakka, sem minna á sjósókn, iðanað og félags- og menningarsögu síðustu aldar eða svo. Safnið va…
Friðland í Flóa
Friðlandið er á austurbakka Ölfusár norðan Óseyrarbrúar að landamerkjum Sandvíkurhrepps í   Straumnesi. Það nær yfir mestan hluta jarðanna Óseyrarness…
Kaldaðarnes
Kaldaðarnes er og var stórbýli austan Ölfusár í Flóa. Ein elzta heimild um staðinn er ferjumáldagi Kaldaðarness frá aldamótunum 1200. Þar er kveðið á …
Kirkjur á Suðurlandi
Listi yfir flestar kirkjur landshlutans Akureyjarkirkja Árbæjarkirkja Ásólfsskálakirkja Ásólfsskáli Bræðratungukirkja …
Sögustaðir Suðurland
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Álfaskeið Álftaver Almenningar Alviðra Arnarbæli Áshildarmýri Ásólf…
Suðurland, ferðast og fræðast
Mörk þessa svæðis eru hér dregin frá Hveragerði til Hafnar í Hornafirði. Suðurland er bæði fjöl- og strjálbýlt. Milli Hafnar og Markarfljóts er landrý…
Þjórsá
Mynd Urriðafoss Þjórsá lengsta á landsins. Landnáma skýrir á eftirfarandi hátt frá nafngift árinnar: „Þórarinn hét maður, son Þorkels úr Alviðru Hal…
Þuríðarbúð
Þuríðarbúð var reist af Stokkseyringafélaginu í Reykjavík árið 1949 til minningar um Þuríði Einarsdóttur, formann, og horfna starfshætti. Búðin stend…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )