Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Baugsstadabúið

baugstaðir

Baugur, fóstbróðir Ketils hængs var fyrsta veturinn á Íslandi á Baugsstöðum, sem er núna í   Stokkseyrarhreppi. Skömmu eftir aldamótin 1900 var þar byggt rjómabú, sem var rekið lengst allra slíkra í landinu, allt til 1950.

Húsinu og tækjum og tólum rjómabúsins hefur verið haldið við auk bunustokks og vatnshjóls utandyra, sem knúðu hugvitsamlegar vélar safnsins.

Fyrsta rjómabúið var stofnað á Syðra-Seli í Hrunamannahreppi 10. júlí 1900. Árið 1910 voru þau orðin 33, flest á Suðurlandi, 19 talsins. Aðalvandamálið við rekstur búanna var samgönguleysið. Þessi bú voru yfirleitt félagsbú, sem innleggjendur ráku sjálfir. Tala félagsmanna við hvert bú var misjöfn en smám saman bættust fleiri bændur í hópana.

Opið:  samkomulagi við safnvörð, sími

Myndasafn

Í grennd

Sögustaðir Suðurland
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Álfaskeið Álftaver Almenningar Alviðra Arnarbæli Áshildarmýri Ásólf…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )