Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Baugstaðaós – Hróarsholtslækur

Bugstadaros

Baugstaðaós, Hróarsholtslækur, Volalækur og Bitrulækur er allt sama vatnsfallið. Baugstaðará rennur   Flóann í Árnessýslu og skiptir hreppum. Vestan hennar er Hraungerðis- og Stokkseyrarhreppur, en austan Villingaholts- og Gaulverjarbæjarhreppur. Áin á upptök norðan Kampholts, og heitir þá Bitrulækur. Neðar fær hún nafnið Hróarholtslækur og neðst Baugstaðará og fellur til sjávar (Baugstaðarós) austan Stokkseyrar. Bleikja, sjóbirtingur og lítið eitt af laxi er í læknum, sem rennur um sléttlendi og er lengst af þröngur graflækur, með djúpum hyljum og var notaður sem aðalskurður Flóaveitunnar.

Vegalengdin frá Reykjavík er u.þ.b. 75 km.

 

Myndasafn

Í grend

Ásavegur
Ásavegur, hin forna þjóðleið. Ásavegur er hin forna þjóðleið fólks um Suðurland og áttu margir leið þar um með verslunarvarning og ýmsar vistir. Þá f…
Veiði Suðurland
Stangveiði á Suðurlandi. Hér er listi yfir flestar laxveiðiár og silungsár og veiðivötn. Laxveiði Suðurlandi Brúará – Hagós Brúará – …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )