Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Baugstaðaós – Hróarsholtslækur

Bugstadaros

Baugstaðaós, Hróarsholtslækur, Volalækur og Bitrulækur er allt sama vatnsfallið. Baugstaðará rennur   Flóann í Árnessýslu og skiptir hreppum. Vestan hennar er Hraungerðis- og Stokkseyrarhreppur, en austan Villingaholts- og Gaulverjarbæjarhreppur. Áin á upptök norðan Kampholts, og heitir þá Bitrulækur. Neðar fær hún nafnið Hróarholtslækur og neðst Baugstaðará og fellur til sjávar (Baugstaðarós) austan Stokkseyrar. Bleikja, sjóbirtingur og lítið eitt af laxi er í læknum, sem rennur um sléttlendi og er lengst af þröngur graflækur, með djúpum hyljum og var notaður sem aðalskurður Flóaveitunnar.

Vegalengdin frá Reykjavík er u.þ.b. 75 km.

 

Myndasafn

Í grennd

Ásavegur
Ásavegur, hin forna þjóðleið. Ásavegur er hin forna þjóðleið fólks um Suðurland og áttu margir leið þar um með verslunarvarning og ýmsar vistir. Þá f…
Baugsstadabúið
Baugur, fóstbróðir Ketils hængs var fyrsta veturinn á Íslandi á Baugsstöðum, sem er núna í   Stokkseyrarhreppi. Skömmu eftir aldamótin 1900 var þar by…
Eyrarbakki – Stokkseyri
Eyrarbakki og Stokkseyri eru tvö sögufræg þorp við suðurströnd Árnessýslu. Þar var áður mikið útræði og bátaútgerð til skamms tíma. Nokkur fiskvinnslu…
Flóaáveitan
Flóaáveitan var grafin á árunum 1918 - 1927. Alls náði hún til flæðiengja sem voru 12000 hektarar. Þessi   merkilegagrafa, sem var flutt til landsins …
Veiði Suðurland
Stangveiði á Suðurlandi. Hér er listi yfir flestar laxveiðiár og silungsár og veiðivötn. Laxveiði Suðurlandi Brúará – Hagós Brúará – …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )