Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Djúpivogur

Djúpivogur

Djúpivogur er kauptún við Berufjörð. Árið 1589 fengu Hamborgarkaupmenn leyfi til verzlunar á Djúpavogi og hefur verið verzlun þar síðan. Örum & Wulff keyptu húseignir danska kaupmannsins J.L. Busch, sem rak verzlun á Djúpavogi frá 1788 til 1818, og eru elztu húsin frá þeim tíma. Má þar nefna Löngubúð, sem reist er úr bjálkum, og er elzti hluti hússins frá 1790, og gamla skrifstofuhús Kaupfélags Berufjarðar en það var reist árið 1848. Langabúð hefur verið gerð upp og hýsir nú safn Ríkharðs Jónssonar myndhöggvara og Eysteins Jónssonar alþingismanns. Djúpivogur er útgerðarbær og verzlunarstaður. Náttúrufegurð er mikil og að auki góð þjónusta.

Góð gistiaðstaða er á Hótel Framtíð, sem er vinalegt gamalt og nýtt (1999) hótel með veitingastað og sánu. Farfugla- og gistiheimili er á Berunesi. Bátsferðir út í Papey eru í boði sem og sjóstangaveiði, reiðhjólaleiga o.fl.

Minnismerkið við voginn: Sjávarminni eftir Jóhönnu Þórðard. (20/6’99)

Vegalengdin frá Reykjavík er um 565 km um Suðurland.

 

Myndasafn

Í grend

Berufjörður
Berufjörður er milli Hamarsfjarðar og Breiðdalsvíkur, u.þ.b. 20 km langur og 2-5 km breiður. Búlandstindur, sunnan fjarðar og yzt, setur miki ...
Búlandstindur
Búlandstindur er eitthvert formfegursta fjall landsins og kennimerki Djúpavogshrepps á milli Berufjarðar og Hamarsfjarðar á Búlandsnesi. Það ...
Fjarðarselsvirkjun
Thorvald Krabbe landsverkfræðingur athugaði árið 1906 á hvern hátt unnt væri að virkja Fjarðará og fá   raflýsingu fyrir Seyðisfjörð ...
Fossá
Fossá á upptök sín í Líkárvatni og heitir í fyrstu Líká. Menn, sem voru eitt sinn við silungsveiðar í vatninu misstu bát sinn frá sér, ...
Gautavík
Gautavík er bær við norðanverðan Berufjörð. Hann stendur þar við samnefnda vík, þar sem var lengi  og kaupstaður. Rústir hans sjást en ...
Geithellnadalur
Geithellnar eða Geithellar eru fornt höfuðból. Talið er, að þeir fóstbræður Ingólfur Arnarson og  Hróðmarsson hafi haft þar vetursetu ...
Hamarsdalur
Hamarsdalur er þröngur og langur dalur, sem gengur upp úr Hamarsfirði og er oft nefndur Bragðavalladalur að sunnanverðu, sunnan Hamarsár. Efst ...
HEIÐAR AUSTURLANDS
JÖKULDALSHEIÐI Jökuldalsheiði er víðast í nánd við 500 m yfir sjó og er u.þ.b. 60 km löng á milli Þríhyrningsfjallgarðar, Möðrudals ...
Hof í Álftafirði
Hof er bær, kirkjustaður og fyrrum prestssetur í Álftafirði. Katólsku kirkjurnar voru helgaðar Maríu guðsmóður. Prestssetrið var flutt að ...
Hofsdalur
Hofsdalur skerst til vesturs frá Álftafirði í átt að Vatnajökli og Flugustaðadalur teygist suður úr honum.   Báðir dalirnir eru að mest ...
Hofsjökull
Hofsjökull (1069m) austan Vatnajökuls, milli Víðidlas í Lóni og Hofsdals í Álftafirði, er meðal minni   jökla landsins, aðeins u.þ.b. 1 ...
Hvalnes
EYSTRAHORN - HVALNES - VESTRAHORN Hvalnes í Lóni er austasti bær í Austur-Skaftafellssýslu og stendur undir Eystrahorni, sem er hrikalegt og ...
Kirkjur á Hringveginum á 6 Dögum
Fyrstu árin eftir að hringvegurinn var opnaður (1974) kepptist fólk um að setja hraðamet eða aka aftur á bak allan hringinn. Núna er búið a ...
Lambatungnajökull
Lambatungnajökull skríður austur úr Vatnajökli niður í Skyndidal í Lóni. Þórður Þorkelsson Vídalín (1661-1742) skrifaði ritgerð um ra ...
Lónsöræfi
Öræfin eru austan Vatnajökuls og upp af Lóni bera þetta nafn. Þau ná frá Skyndidal í suðri að Geldingafelli í norðri og Hofsjökli og Jö ...
PAPEY
Papey er stærsta eyjan fyrir Austurlandi, u.þ.b. 2 km², þvínæst beint austur af Hamarsfirði og var eina       eyjan í byggð, en nú í ey ...
Söguferð á eigin vegum
Á eigin vegum hringvegurinn, SÖGUFERÐ Á EIGIN VEGUM HRINGVEGURINN Á 7 DÖGUM (eða þar um bil) Fyrstu árin eftir að hringvegurinn var opn ...
Teigarhorn
Teigarhorn er bær í Búlandshreppi skammt, u.þ.b. 4 km inn af Djúpavogi. Þar er líklega merkasti  geislasteina (zeolíta, aðallega skolesít) ...
Þvottá
Þvottá er syðsti bær í Álftafirði. Hallur Þorsteinsson, Síðu-Hallur, sem var meðal kunnustu landsmanna á söguöld, bjó þar í kringum ...

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )